fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Hiti á RÚV þegar Geir og Guðni mættu: ,,Rosalegt að heyra Guðna tala svona“ – Tími Geirs liðinn?

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var hart tekist á Morgunþætti Rásar2 í dag þegar Guðni Bergsson og Geir Þorsteinsson mættu í hús. Þeir félagar berjast um það að verða formaður KSÍ til næstu ára, ársþing sambandsins fer fram á laugardag og þar verður kosið.

Geir vann hjá sambandinu í 25 ár en hætti sem formaður fyrir tveimur árum og var gerður að heiðursformanni. Guðni tók við starfinu og vill halda áframm.

Guðni talaði um að Geir væri með popúlismi og hentistefnu í orðræður sinni þegar hann stilli upp KSÍ og félögunum í landinu.

,,Það er rosalegt að heyra Guðna tala svona, það var sagt við mig þegar við byggðum knattspyrnuhús, í hvaða heimi ég væri. Við ætluðum að byggja 40 sparkvelli um landið en þeir urðu 100, við settum fram plön um að fara á HM og EM. Það eru fræg ummæli eftir Nelson Mandela ´Það virðist ómögulegt þangað til að það er gert´. Ég er ekki að finna upp aðferðirnar, mér hugnast ekki fyrir að láta réttindi til félaga. Sem er kennitala út í bæ, láta þá fá fullt af réttindum en engar skyldur. Ég vil fara sömu leiðir og hafa tíðkast í 100 ár,“ sagði Geir á RÁS 2 og átti þar við ÍTF.

Guðni sagði að sumar af fullyrðingum Geirs um að ástandið væri slæmt væru rangar.

,,Sumar fullyrðingar Geir standast ekki. Við þurfum að hafa það í huga, að ÍTF eru 26 félög. Þessi félög hafa sterka rödd á ársþingi, við erum með stjórn sem telur 9 manns en fer upp í 10 manns. Ef formaður ÍTF situr inni í stjórn KSÍ, það er verið að miðla málum og vinna saman. Árangur landsliðanna hefur verið hvetjandi fyrir okkar ungu kynslóð, höfum það í huga að við erum að greiða 380 milljónir til aðildarfélaganna. Við erum að gefa í, við erum búin að taka í gegn stjórnunarhætti og gagnsæi. Við heyrum ekki annað en að félögin séu ánægt með sitt KSÍ, auðvitað má gera betur. Við erum að gera allt í okkar valdi til að létta aðildarfélögin í sínum rekstri.“

Sigmar Guðmundsson sem stýrir þætinum spurði Geir út í þær sögur sem heyrast oft að í hans tíð hefði verið drukkið of mikið af áfengi í kringum starfið.

,,Það voru gerð mistök og menn þurfa að læra af þeim, það stendur eftir Sigmar eru frábær verk eftir mig fyrir íslenska knattspyrnu, verk á heimsmælikvarði. Ég hef mikinn metnað,“ sagði Geir.

Sigmar Guðmundsson krafðist hins vegar því að Geir myndi svara betur, hvort það væri ekki eðlilegt að félögin í landinu myndu vita að þetta hefði lagast., ,,Auðvitað skiptir það miklu máli, ég hef gert mistök. Það er búið, ég er að horfa til framtíðar. Ég veit hvað ég er að gera þegar ég tala um knattspyrnumálefni. Ímynd Íslands er sú að við höfum ekki unnið landsleik (Karlalandsliðið) í eitt ár, ímynd Íslands hrundi á alþjóðlegum vettvangi eftir 6-0 tap gegn Sviss. Ef menn misstíga sig, þá verða þeir bæta fyrir það.“

Geir gagnrýnir vinnuaðferðir Guðna þegar Erik Hamren var ráðinn þjálfari karlalandsliðsins síðasta sumar.

,,Ég mun starfa með þeim þjálfurum sem starfa hjá knattspyrnusambandinu, maður veit aldrei hvað gerist í fótbolta. Þegar ég lít á ráðningu Erik Hamren, það eru vinnubrögðin. Það hefði verið uppskrift að það myndi ganga illa ef Jose Mourinho yrði ráðinn fjórum vikum fyrir leik, ég hefði kannski farið aðrar leiðir. Í fótbolta er líftími þjálfara mánuður eða tíu ár.“

Guðni segir það eðlilegt að hafa beðið lengi með ráðninguna enda vonaðist sambandið til að Heimir Hallgrímsson myndi halda áfram.

,,Það held ég, það er hægt að gera eitthvað öðruvísi. Heimir var á báðum áttum að halda áfram, við töldum það áhættunnar virði. Hann gaf þau merki um að hann væri líklegur, hann talaði um að þetta væri besta starf í heimi. Varðandi það að ímynd okkar hafi hrunið, það voru fleiri lið sem töpuðu stórt í Þjóðdeildinni. Við vorum að vinna landsleik á móti Skotum, 2-1 í kvennaliðinu. Stundum tekstu á við mótlæti, með A-liðið með meiðsli og nýtt teymi. Við vinnum sem teymi á KSÍ, ég er ánægður með þjálfarateymin og hvaða breytingum skrifstofan hefur tekið eftir breytingar.“

Guðni segir að tími Geirs í forystu fótboltans sé liðinn, það hafi verið vitað fyrir tveimur árum.

,,Það hefur margt breyst til batnaðar, það var kominn tími á Geir. Hann var búinn að vera þar í 25 ár, hann á að horfa fram. Hann hefði frekar átt að koma með sínar hugmyndir til formannsins sem heiðursformaður, hann á sinn þátt í því sem verið hefur gert. Ég er ekki að taka það af honum, hann má eiga það sem hann á. Hans tími er kominn að mínu viti.“

Ljósmynd: DV/Hanna

Heimir Hallgrímsson gagnrýndi vinnuaðferðir Geirs þegar hann tók einn við liðinu sumarið 2016, hann taldi Geir hafa farið á bak við sig þegar hann reyndi að halda Lars Lagerback áfram.

,,Þú ættir að ræða við Heimi í dag, ég ætla ekki að greina frá því samtali. Hann er mjög ánægður með mín störf, Heimir var ósáttur með mig að ég vildi reyna að hafa Lars áfram. Hann var ósáttur við mig, það var samningur við Heimi um að hann myndi taka við. Hann hefur sína skoðun, ræddu við hann um samstarfið við mig. Það var persónulegt samtal sem ég greini ekki frá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Í gær

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi