fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
433Sport

Ber saman Alfreð og Aguero: Segir ungu knattspyrnufólki að læra af Alfreð

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 08:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Sverrisson, blaðamaður á Morgunblaðinu skrifar skemmtilegan bakvörð í blað dagsins þar sem hann fer yfir tvo markahróka í sterkustu deildum í heimi. Þar ræðir hann um Alfreð Finnbogasaon framherja Augsburg í Þýskalandi og Kun Aguero framherja Manchester City á Englandi.

Báðir skoruðu þrennu fyrir sitt lið um helgina en þessir mögnuðu leikmenn voru báðir á skotskónum þegar Ísland og Argentína mættust á Heimsmeistaramótinu í sumar. Aguero kom Argentínu yfir í Moskvu áður en Alfreð jafnaði leikinn.

,,Mennirnir sem skoruðu í fyrsta leik Íslands á HM í fótbolta skoruðu báðir þrennu í fyrradag. Þvílíkir markahrókar sem þeir Agüero og Alfreð eru,“ skrifar Sindri í Morgunblaðið í dag.

Hann segir það þó fúlt að sjá hversu oft þessir öflugu framherjar eru frá vegna meiðsla.

,,Það eina sem hægt er að setja út á þá er líklega hvað þeim hættir til að meiðast. Það er fúlt að jafnvel hjá félagsliðum eins og Manchester City, þar sem sjálfsagt ekkert er til sparað við að útvega bestu hugsanlegu aðstöðu og sjúkrateymi, skuli ekki vera hægt að forða mönnum betur frá meiðslum. En þegar þessir leikmenn fá að spila þá skora þeir.“

Alfreð þurfti að vera þolinmóður til að fá tækifæri með Breiðabliki á Íslandi en í dag nálgast hann magnað met.

,,Það er ágætt fyrir ungt knattspyrnufólk að hafa í huga að þegar Alfreð varð tvítugur hafði hann aðeins leikið fjóra leiki í efstu deild. Núna, nýorðinn þrítugur, hefur hann skorað 104 mörk í erlendri deildarkeppni og aðeins þeir Heiðar Helguson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa gert betur. Að hafa skorað fjórar þrennur á aðeins 17 mánuðum, og það í þýsku 1. deildinni, er líka magnað. Ef fram heldur sem horfir og líkaminn leyfir þá fer Alfreð fram úr Eiði áður en tímabilið er á enda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Miðað við tölfræði á United að vera í fallbaráttu – Svona væri staðan ef miðað er við tölfræðina

Miðað við tölfræði á United að vera í fallbaráttu – Svona væri staðan ef miðað er við tölfræðina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Naby Keita settur í bann og fær væna sekt – Neitaði að mæta í leik og fór heim

Naby Keita settur í bann og fær væna sekt – Neitaði að mæta í leik og fór heim
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu ótrúlega hegðun leikmanna Chelsea í gær – Pochettino hótar að reka þá ef þetta gerist aftur

Sjáðu ótrúlega hegðun leikmanna Chelsea í gær – Pochettino hótar að reka þá ef þetta gerist aftur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Jökull fékk á baukinn í beinni fyrir tilraunir sínar í vetur – „Ekki gera það fyrir framan sjónvarpsvélar“

Jökull fékk á baukinn í beinni fyrir tilraunir sínar í vetur – „Ekki gera það fyrir framan sjónvarpsvélar“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Reyna að hafa upp á rasistum með hjálp gervigreindar

Reyna að hafa upp á rasistum með hjálp gervigreindar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli í beinni útsendingu vekja athygli – „Rauðhærða pussa“

Ummæli í beinni útsendingu vekja athygli – „Rauðhærða pussa“