fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Bannar fyrrum vini sínum að hitta börnin: ,,Sonur minn átti afmæli í gær og þau réðust á mig“

Victor Pálsson
Laugardaginn 23. febrúar 2019 14:30

Wanda, Lopez og Icardi á góðri stundu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maxi Lopez, fyrrum leikmaður Barcelona, er í veseni þessa dagana en hann fær ekki að hitta börnin sín. Lopez á tvö börn með fyrrum eiginkonu sinni Wanda Nara en hún er í dag gift framherja Inter Milan, Mauro Icardi. Icardi og Lopez voru samherjar hjá Sampdoria á sínum tíma og ákvað Wanda að skilja við Lopez svo hún gæti verið með Icardi.

Lopez spilar í Brasilíu með Vasco da Gama í dag en Icardi og Wanda leyfa honum að vera í mjög takmörkuðu sambandi við börnin.

Icardi og Wanda hafa nú þegar eignast eitt barn saman en þau ala upp börn Lopez á Ítalíu. Icardi er alls enginn aðdáandi Lopez og vill ekki að hann sé í sambandi við eigin börn.

Icardi og Lopez voru góðir vinir á sínum tíma áður en allt fór til fjandans utan vallar.

,,Ég hef alltaf reynt að láta lítið af mér berast vegna barnanna. Það hefur alltaf verið markmiðið svo börnin geti ekki gagnrýnt mig þegar þau verða eldri,“ sagði Lopez.

,,Ég hef alltaf staðið fyrir því að vernda börnin mín. Ég svara aðeins fyrir mig þegar það er ráðist á mig.“

,,Nú fæ ég ekki að hitta börnin. Stundum fæ ég ekki einu sinni að tala við þau í gegnum síma.“

,,Ég sá þau síðast í desember. Fyrir utan það þá hitti ég þau aðeins í nokkra klukkutíma í janúar þegar ég bað félagið um leyfi.“

,,Samband mitt við Wanda er erfitt, það er engin tenging. Í mörg ár þá töluðum við aðeins saman í gegnum lögfræðinga.“

,,Mauro er með sama viðhorf og hún og stundum er það verra. Það er ástæðan fyrir því að ég er í engu sambandi við hann.“

,,Hann hagar sér alltaf eins. Ég sagði honum að reyna að skilja ákveðna hluti þegar hann varð farið en hann gerði það ekki.“

,,Í gær átti sonur minn afmæli og þau réðust á mig í gegnum símann. Hvernig samband geturðu átt við svona fólk?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði