fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Tómas Ingi sér ljós við enda ganganna: 200 dagar á spítala – ,,Að ég sé ekki bundinn hjólastól eða á hækjum“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Ingi Tómasson yfirþjálfari yngri flokka Fylkis og fyrrum aðstoðarþjálfari 21 árs landsliðs Íslands hefur ekki náð bata frá því að hann fékk gervimjöðm í ársbyrjun 2015.

Tómas var afburða knattspyrnumaður sem spilaði með ÍBV, KR, Grindavík og Þrótti hér heima við góðan orðstýr en það tók sinn toll líkamlega og aðgerðin var óumflýjanleg.

Árið 2018 hafði verið einstaklega erfitt líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans, þar sem Tómas var meira en 200 daga á spítala.

Nú sér hann hins vegar ljós við enda ganganna eftir að hafa gengist undir aðgerð í Þýskalandi en hann hefur undanfarið, verið bundinn við hjólastól.

„Miðað við allt sem er búið að skera frá í fyrri aðgerðum þá held ég að þetta hafi tekist mjög vel,“ sagði Tómas Ingi í viðtali við Arnar Björnsson á Stöð2.

Tómas hefur farið í fjölda aðgerða til að reyna að laga þetta en ekki er endalaust hægt að opna líkamann.

„Það er ekki endalaust hægt að opna menn og reyna upp á nýtt þannig að þetta var eiginlega síðasta stoppistöð. Maður var hræddur fyrir aðgerðina en ég vissi að ég væri í höndum bestu lækna í heimi.“

Hann segir mikinn mun á því að fara til Þýskalands í aðgerðina, það sé gæðamunur.

„Það er eins og að fara úr minni deild í Meistaradeildina að koma hingað og ég er ótrúlega glaður að ég sjái möguleika á því að ganga aftur. Að ég sé ekki bundinn hjólastól eða á hækjum eða bundinn öðru hjálpartæki.“

Fjölskylda og vinir Tómasar hafa staðið mjög þétt við bak hans en það fór meðal annars fram styrktarleikur.

„Númer eitt, tvö og þrjú er fjölskyldan sem hefur staðið þétt við bakið á mér en svo á ég ofboðslega góða vini. Það að gamlir fótboltafélagar og fullt af fólki sem maður hefur snert í lífinu komi svona sterkt inn í þetta ferli hjá mér hefur verið hvatning fyrir mig. Ég er ævinlega þakklátur því fólki.“

Viðtalið við Tómas má heyra í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði