fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Sigmundur og Gunnar Bragi ekki í beinu sambandi við Geir: ,,Ég var með nýjar hugmyndir fyrir Kópavog“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 2. febrúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geir Þorsteinsson sem sækist eftir því að verða formaður KSÍ á nýjan leik var gestur í 90 mínútum, hlaðvarpsþætti okkar hér á 433.is.

Geir, fyrrum formaður og framkvæmdarstjóri KSÍ reynir þessa dagana að tryggja sér sæti á ný sem formaður KSÍ. Geir hætti fyrir tveimur árum, taldi komið gott.

Hann snýr nú aftur með nýja hugmyndafræði, hann hugsar fótboltann öðruvísi. Geir gerði margt gott fyrir KSí en var umdeildur í starfi

Við spurðum Geir að því hvað hann hefði verið að gera undanfarin tvö ár eftir að hafa látið af störfum hjá KSÍ.

Hann segir að fyrra árið hafi verið mikil hvíld áður en hann fór að einbeita sér að pólitík og bauð sig fram hjá Miðflokknum sem gekk ekki nógu vel.

,,Ég hvíldi mig mikið fyrra árið. Þetta var kulnun í starfi eða eitthvað svoleiðis eins og ég segi þegar gleðina vantar þá verður maður aðeins að skoða málin og mér var bara létt þegar ég..“ sagði Geir.

,,Sko ég hef verið þannig bæði sem framkvæmdarstjóri og formaður að ég svara í símann þegar félögin kalla og reyni að aðstoða þau og þannig sé ég hlutverk formanns, að þjónusta aðildarfélögin. Formaður á ekki bara að brosa framan í fjölmiðla og vera með réttu svörin.

,,Hann þarf að hjálpa sínum aðildarfélögum við að efla þeirra starf og þegar þau eru í vandamálum eða verkefnum sem þarf að leysa þá reyni ég að hjálpa til.  Svo síðasta árið var ég þarna, fer í framboð fyrir Miðflokkinn. En því miður náðum við ekki inn. Ég var þarna, það var svona tveggja mánaða törn.“

Geir var spurður að því hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eða Gunnar Bragi Sveinsson hefðu haft samband við hann um að bjóða sig fram en hann neitar því.

,,Nei ekki hann beint. Það voru félagar í Kópavogi sem báðu mig og ég hafði gaman af því.“

,,Ég áttaði mig að ég hefði litla reynslu og sá það bara þetta var bara alltof stutt áhlaup hjá mér. Ég var allavega með nýjar hugmyndir fyrir Kópavog.“

,,Ég var ósáttur við ýmislegt í Kópavogi og sá alltaf fyrir mér þetta 11-0, sem þeir voru að hreykja sér af í einni atkvæðagreiðslu í bæjarstjórninni, ég hefði ekki verið í 11-0 liðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Er hiti á Arnari í starfi? – „Þá heimta ég ekki að þættinum sé cancelað og að Gísli Einarsson sé rekinn“

Er hiti á Arnari í starfi? – „Þá heimta ég ekki að þættinum sé cancelað og að Gísli Einarsson sé rekinn“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi
433Sport
Í gær

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin
433Sport
Í gær

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar