fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Gæsahúðar stikla: Rúrik segir frá því þegar hann brotnaði niður

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Langfjölbreyttasta serían hingað til. Sex atvinnumenn og sex mismunandi íþróttagreinar. Snjóbretti, golf, körfubolti og Crossfit er eitthvað sem aldrei hefur verið áður,“ segir Auðunn Blöndal á Vísir.is um nýjustu þáttaröðina af Atvinnumönnunum okkar sem fer í loftið á Stöð2 innan tíðar.

Auðunn er að framleiða þriðju þáttaröðina af þessum afar vinsælu og vönduðu þáttum.

Auðunn heimsækir góða gesti en þættirnir verða sex. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Rúrik Gíslason, Sunna Tsunami, Martin Hermannsson, Halldór Helgason og Katrín Tanja Davíðsdóttir verða til umfjöllunar.

Auðunn fær oft viðmælendur sína til að tala um málefni sem þeir ræða ekki venjulega. Rúrik segir sögu sína á einlægan hátt og hvernig hann tók því að vera ekki í hópi íslenska landsliðsins, á Evrópumótinu árið 2016.

,,Ég fékk sms frá KSÍ að ég væri ekki í hópnum, ég man bara að ég fór inn í herbergi og gjörsamlega brotnaði niður,“ segir Rúrik í gæsahúðar stiklu sem birt var í dag.

Rúrik hefur fest sig í sessi í landsliðinu eftir þessi vonbrigði en stikluna má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar