fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Ítarleg greining á stöðu Gylfa og vandræðum hans: ,,Margir halda því fram að Gylfi sé bara ekki nógu góður“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 09:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Eftir sumar sem gaf væntingar virðist tímabil Everton vera á leið í vaskinn,“ svona byrjar ítarleg grein sem David Alexander Hughes, skrifar í Liverpool Echo í dag.

Þar fer hann yfir stöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá félaginu og fer yfir það af hverju gagnrýni sem hann má þola á ekki alveg rétt á sér. Stuðningsmenn Everton og blaðamenn hafa verið að gagnrýna Gylfa. Hann er dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins og allt sem hann gerir vekur athygli.

Staðreyndin er hins vegar sú að Gylfi hefur skorað níu mörk á þessu tímabili og dregið vagninn, Everton vantar alvöru framherja sem nýtir þau færi sem Gylfi er að búa til. Þetta kemur fram í grein David Alexander Hughes.

,,Eftir erfitt fyrsta tímabil, þar sem mikið var um breytingar á þjálfurum, verðmiðinn var til umræðu og meiðsli. Þá tókst Gylfa samt að skora fjögur mörk og leggja upp þrjú í 25 leikjum í deildinni,“ skrifar David Alexander Hughes.

,,Undir stjórn Marco Silva, var búist við að Gylfi myndi leiða sóknarsinnað lið Everton og nýta hæfileika sína til þess að opna varnir. Hann hefur spilað 27 deildarleiki í ár en hefur ekki náð að leggja upp fleiri mörk en í fyrra.“

,,Til að skilja betur hver ástæðuna með hjálp (Understat og Wyscout), þá ætla ég að greina stöðu Gylfa og bera hann saman við Christian Eriksen, sem margir tala fallega um hjá Tottenham.“

Mörk:

Þetta er ein af góðu sögunum af Gylfa á þessu tímabili, hann er með níu mörk og er aðeins tveimur mörkum frá því besta sem hann hefur skilað í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur skorað 25 prósent af mörkum Everton í deildinni, hann skorar 0,38 mark á hverjum 90 mínútum.

Í samanburði við Eriksen sem er bara með fimm mörk á tímabilinu, hann skorar að meðtali 0,17 mark á hverjum 90 mínútum.

Gylfi er að skjóta 2,33 sinnum að marki á hverjum 90 mínútum og hitti markið í 42,9 prósent tilfella. Eriksen er að skjóta 2,22 sinnum að marki í leik og hittir markið í 45,9 prósent tilfella.

Sóknarleikur

Ef við skoðum sóknarleik eru báðir leikmenn að skila svipuðum tölum, Gylfi er samt aðeins öflugri en Eriksen. Hann vinnur boltann oftar framarlega á vellinum.

Gylfi hleypur með boltann að meðaltali 3,11 sinnum í leik og heppnast það í 69,5 prósent tilfella. Eriksen er að hlaupa með boltann 2,16 sinnum í leiknum og heppnast það í 67,6 prósent tilfella.

Að skapa færi:

Hérna hefur Eriksen betur gegn Gylfa, þarna er Gylfi líka mest gagnrýndur hjá Everton. Gylfi sendir boltann 27,12 sinnum að meðaltai í leik og heppnast 74,7 prósent af sendingum hans en Eriksen er að senda 53,92 sinnum í leik. Eriksen er með 83,1 prósent heppnaðar sendingar.

Þegar kemur að sendingum fram völlinn sem er hluti af því sem leikmenn í þeirra stöðu að eiga að gera, þá er Eriksen að senda boltann fram völlinn 14,89 sinnum í leik en Gylfi 11,27 sinnum í leik.

Gylfi er hins vegar að skila betri tölfræði, sendingar hans fram völlinn heppnast í 74,7 prósent tilfella. Hjá Eriksen heppnast 65,7 prósent.

Eriksen er hins vegar búinn að leggja upp 9 mörk í deildinni á meðan Gylfi hefur lagt upp þrjú. Tottenham er að berjast á toppnum á meðan Everton er um miðja deild og það gæti haft áhrif.

Everton er svo með Cenk Tosun og Dominic Calvert Lewin sem framherja, þeir hafa skorað sjö mörk í heildina. Richarlison hefur þurft að spila sem framherji, hefur skorað tíu mörk. Hann er hins vegar ekki með skilning framherjans, hann tekur oft vitlaus hlaup og hleypur í vitlaus svæði.

Munurinn frá Swansea:

Everton hefur mistekist að finna framherja eftir að Romelu Lukaku fór, Gylfi hefur ekki spilað með sjóðheitum framherja. Hann gerði það síðast með Swansea þegar Fernando Llorente var sjóðheitur og skoraði 15 mörk.

Gylfi lagði líka upp 13 mörk á því tímabili, var hann að spila betur þá eða vantar honum alvöru framherja til Everton? Þar sem hann getur nýtt hæfileika sína.

Hvað næst?

Margir halda því fram að Gylfi sé bara ekki nógu góður til að leiða sóknarleik Everton. Tölfræðin segir okkur samt annað.

Þegar hann er skoðaður í samanburði við einn þann besta í deildinni, þá er Gylfi ekki bara á sama stað heldur ögn betri. Samt er hann að spila fyrir lið sem er að spila undir getu.

Það sem Everton vantar mest er framherji sem nýtir færin sín. Að fá framherja er stærsta verk Everton í sumar, það mun ekki bara bæta leik liðsins heldur mun félagið fá bestu útgáfuna af Gylfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool súpa hveljur – Af hverju er húsið hans komið á sölu?

Stuðningsmenn Liverpool súpa hveljur – Af hverju er húsið hans komið á sölu?
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær telja æðstu menn hjá Arsenal að þetta vanti

Eftir vonbrigðin í gær telja æðstu menn hjá Arsenal að þetta vanti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
433Sport
Í gær

Mbappe kveikti bál í Katalóníu eftir leik – 60 manns tókust á

Mbappe kveikti bál í Katalóníu eftir leik – 60 manns tókust á
433Sport
Í gær

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“