fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Halda meiðslavandræði landsliðsins áfram? – Alfreð í kapphlaupi við tímann

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 13:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég verði frá keppni í ein­hverj­ar vik­ur en það er erfitt að segja ná­kvæm­lega hversu lengi,“ sagði landsliðsmaður­inn Al­freð Finn­boga­son í sam­tali við mbl.is.

Greint var frá því dag að Alfreð væri meiddur en hann meiddist á kálfa um síðustu helgi.

Meiðslin í kálfa voru einnig að plaga Alfreð í upphafi tímabils og missti hann þá af nokkrum leikjum.

Mbl.is segir að Alfreð sé í kapphlaupi við tímann að ná landsleikjum Íslands um miðjan mars, þá er liðið að hefja undankeppni EM 2020. Liðið leikur þá við Andorra og Frakkland.

Ótrúleg meiðsli hafa herjað á leikmannahóp liðsins eftir að Erik Hamren tók við, afar líklegt er að Emil Hallfreðsson verði fjarverandi í verkefninu. Emil hefur ekki spilað síðustu mánuði og er án félags eftir að hann rifti samningi sínum við Frosinone á Ítalíu.

Emil er í endurhæfingu á Íslandi og er ólíklegt að hann verði kominn á fullt eftir mánuð. Jóhann Berg Guðmundsson hefur mikið verið meiddur á þessu ári með Burnley, hann er frá þessa dagana vegna meiðsla í kálfa.

Staða landsliðsmanna er því ekkert sérstök en sem dæmi hafa markverðir liðsins, Rúnar Alex Rúnarsson og Hannes Þór Halldórsson mátt þola bekkjarsetu. Eru ekki í leikæfingu, þá er Birkir Már Sævarsson á undirbúningstímabili með Val.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls