fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Ástkona Sala sem enginn vissi af opnar sig um sorgina: ,,Mikið af fólki að spyrja mig um hræðilega hluti“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Emiliano Sala lést á dögunum en hann var farþegi í flugvél sem ferðaðist til Cardiff. Sala var nýbúinn að skrifa undir samning við Cardiff og átti að ganga í raðir liðsins frá Nantes.

Sala ferðaðist með lítilli flugvél ásamt flugmanninum David Ibbotson en hún hefur hrapað og var fundin á sjávarbotni. Nú hefur það verið staðfest að Sala hafi látið lífið vegna höfuðmeiðsla og þurfti að bera kennsl á líkið út frá fingraförum.

Enn er ekki búið að finna lík Ibbotson en líkamsleifar af Sala fundust í flugvélinni sem var á sjávarbotni.

Ekki var vitað að Sala ætti kærustu en Luiza Ungerer, hefur stigið fram og sagt að þau hafi verið i sambandi frá árinu 2017. Hún spilar blak í Frakklandi en er frá Brasilíu.

Ungerer er 31 árs og hefur birt myndir af sér og Sala saman en samband þeirra hafði aldrei verið opinberað.

,,Hann sagðist vera að fara til Cardiff, það væri allt að klárast. Það gerði mig glaða, hann var ánægður. Þetta var draumur hans, að spila í ensku úrvalsdeildinni. Bestu keppni í heimi,“ sagði Ungerer.

Ungerer segist hafa talað við Sala sama dag og hann hvarf. ,,Ég sagði við hann að ég vildi fá hann aftur til Frakklands.“

Ungerer segist hafa gengið í gegnum erfiða tíma eftir hvarf Sala, margir hafi verið að spyrja hana út í það.

,,Það er mikið af fólki sem hefur verið að spyrja mig um hræðilega hluti tengda slysinu, þetta er mjög erfitt.“

Hún segir að Sala hafi verið elskaður á götum Nantes. ,,Það vissu allir hver hann var, fólk kom til hans og ræddi við hann. Ég var alltaf að gríanst í honum og biðja hann um að hætta að skora þessi mörk, þetta var svo mikil athygli.“

,,Þetta kom honum alltaf á óvart, hann var ljúfur maður. Hann var með gott hjarta, það var ekkert slæmt til í Sala. Hann var frekar feiminn.“

Ungerer lifði í þeirri von um að Sala myndi finnast á lífi. ,,Ég hafði alltaf von eftir hvarf hans, það er það eina sem þú hefur. Ég trúði á kraftaverk þangað til að hann fannst.“

,,Það var mikil reiði, að vita ekki hvar flugvélin væri. Að vita ekki hvað hefði gerst, þetta var mjög erfitt.“

,,Ég ætla að reyna að vera eins jákvæð og ég get, fyrir mig og fyrir Sala.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Hartman í Val
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
433Sport
Í gær

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær