fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
433Sport

Gylfi segir að leikmenn séu óánægðir – Stjórinn valtur í sessi

Victor Pálsson
Mánudaginn 11. febrúar 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur gengið erfiðlega hjá liði Everton undanfarið en Gylfi Þór Sigurðsson leikur með félaginu.

Everton hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum og er 13 stigum frá sjötta sæti.

Everton tók virkilega góðan kafla fyrr á leiktíðinni en undanfarið hafa hlutirnir alls ekki gengið upp.

Marco Silva er með liðið á sínu fyrsta tímabili en hann er sagður vera valtur í sessi þessa stundina.

Gylfi hefur tjáð sig um stöðu liðsins þessa stundina en hann er sjálfur ánægður með störf Silva.

,,Okkur hefur alltaf liðið eins og við séum að gera rétta hluti og við erum að leggja okkur fram,“ sagði Gylfi.

,,Þess vegna er það svo pirrandi þegar við erum ekki að ná í úrslitin en sjálfstraustið er hátt og við erum vissir um að við getum endað tímabilið sterkt.“

,,Þetta er fyrsta tímabil þjálfarans og þegar hann kom inn þá vildi hann gera breytingar á því hvernig við spilum, á liðinu og og hvernig við förum áfram í framtíðinni.“

,,Þetta er ákveðið ferli, þegar nýr þjálfari kemur inn og ég tel að hann sé að gera mjög góða hluti.“

,,Auðvitað tekur þetta tíma. Sem félag – leikmenn og stuðningsmenn – þá viljum við vera ofar.“

,,Þegar við vorum í sjötta sæti þá held ég að enginn hafi verið ánægður því þar viltu enda tímabilið.“

,,Okkur líður eins þessa stundina; við erum ekki ánægðir. Við viljum enda tímabilið á góðum stað.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Edda Sif er hugsi yfir því af hverju íslenskir karlmenn þora ekki að tala um þetta

Edda Sif er hugsi yfir því af hverju íslenskir karlmenn þora ekki að tala um þetta
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þurfti að hætta vegna alvarlegra meiðsla: Vill banna börnum að nota höfuðið

Þurfti að hætta vegna alvarlegra meiðsla: Vill banna börnum að nota höfuðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Er sonur Cristiano Ronaldo næsta ofurstjarna fótboltans? – Ótrúleg tölfræði

Er sonur Cristiano Ronaldo næsta ofurstjarna fótboltans? – Ótrúleg tölfræði
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sterkasti knattspyrnumaður í heimi með sterkasta manni Íslands

Sterkasti knattspyrnumaður í heimi með sterkasta manni Íslands
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hættur að spila fyrir Írland og velur England: ,,Farðu burt, svikari“

Hættur að spila fyrir Írland og velur England: ,,Farðu burt, svikari“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Enginn Klopp á hliðarlínunni hjá Liverpool?

Enginn Klopp á hliðarlínunni hjá Liverpool?