fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
433Sport

Hiti færist í leikinn í formannslag KSÍ: Voru siðareglur brotnar? – Geir hélt að þetta væri brandari

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 1. febrúar 2019 09:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aleksander Ceferin, forseti UEFA gæti hafa brotið siðareglur sambandsins þegar hann dásamaði Guðna Bergsson, formann KSÍ í viðtali við Vísir.is í vikunni.

Ceferin lýsti aldrei opinberlega yfir stuðningi við Guðna í baráttunni við Geir Þorsteinsson um stólinn. Báðir sækjast eftir kjöri.

Guðni forviða á orðræðu Geirs um Austur-Evrópubúa: ,,Mjög ósmekklegt“

Geir var formaður sambandsins í tíu ár en eftir tveggja ára hlé vill hann mæta aftur til leiks, hann kveðst sjá fótboltann öðruvísi og hvíldin hafi gert honum gott.

Guðni hefur verið í tvö ár í starfi og á þeim stutta tíma hefur honum tekist að koma sér vel á framfæri í hinum stóra knattspyrnuheimi. Hann hefur átt í góðu sambandi við UEFA og styrkt stöðu Íslands þar inni ef marka má orð Ceferin.

Í siðareglum UEFA segir að aðildarsambönd eigi að hafa sjálfstæðar kosningar, afskipti þriðja aðila eru bönnuð. Sumir telja að Ceferin hafi brotið þær reglur með því að tala vel um Guðna, hann sagði að hagsmunum KSÍ væru tryggðir með Guðna.

Geir Þorsteinsson harðneitar fyrir rætnar gróusögur: ,,Þetta er lygi“

Josimar.no er norskur fjölmiðill sem hefur gripið málið á lofti, miðillinn er þekktur fyrir mjög gagnrýnin skref á knattspyrnuforystuna og vill fá svör frá Ceferin. Hvort hann hafi brotið siðareglur og hvort að hann sé rétti maðurinn til að dæma um samband KSÍ og UEFA, hann hafi bara verið forseti í tvö ár.

Miðilinn ræddi við Geir um málið. ,,Þetta var sláandi að heyra þetta, ég hélt að þetta væri brandari. Þetta var misnotkun á valdi, Ceferin er einn áhrifamesti maðurinn í fótboltanum, það er ótrúlegt að hann sé að skipta sér af svona.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sverrir heldur með Liverpool: Svona er leikdagur hjá honum – Þakklátur konunni fyrir að nenna að vera gift honum

Sverrir heldur með Liverpool: Svona er leikdagur hjá honum – Þakklátur konunni fyrir að nenna að vera gift honum
433Sport
Í gær

Hvítur miðaldra fréttamaður: ,,Hann er stór, svartur og hugrakkur“

Hvítur miðaldra fréttamaður: ,,Hann er stór, svartur og hugrakkur“
433Sport
Í gær

Brask Arnars og félaga sprakk í andlitið á þeim: ,,Alltaf einn trúður sem tekur þetta að sér”

Brask Arnars og félaga sprakk í andlitið á þeim: ,,Alltaf einn trúður sem tekur þetta að sér”
433Sport
Fyrir 2 dögum

Handtekinn fyrir ölvunarakstur – Sagðist vera að flýja glæpamenn

Handtekinn fyrir ölvunarakstur – Sagðist vera að flýja glæpamenn