fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Gylfi og Alexandra Helga höfð að háði og spotti vegna villu Fréttablaðsins

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir munu ganga í það heilaga næsta sumar en fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Það er þó ekki fréttaefnið sem vekur mesta athygli heldur villan sem er í fyrirsögn á forsíðu blaðsins.

,,Gylfi Þór og Alexandra Helga að undirbúa brauðkaup aldarinnar,“ segir á forsíðu Fréttablaðsins í dag en þessi mannlegu mistök hafa sett grínista á veraldarvefnum á flug.

,,Brauð og co að fá samkeppni í brauðleiknum?,“ segir Arnar Sveinn Geirsson um þessu skondnu mistök.

Sagnfræðingurinn, Stefán Pálsson fer sömu leið í gríni sínu. ,,Ókey, eru þau sem sagt að taka yfir þrotabú Kornsins?.“

,,Það er langt síðan ég ætlaði að giftast henni. Ég var bara ekki búinn að ákveða hvernig eða hvar ég myndi bera þetta upp,“ sagði Gylfi í ítarlegu viðtali við DV á dögunum, þegar hann er spurður út í bónorðið, en stóri dagurinn verður á næsta ári. „Það eru sjö ár síðan við kynntumst. Hún er frænka Kolbeins.“ Gylfi á vitanlega við einn okkar besta sóknarmann og samherja sem nýlega steig upp úr erfiðum meiðslum. „Systir Kolbeins og Alexandra eru mjög góðar vinkonur. Það var í gegnum þau sem við kynntumst,“ segir Gylfi og bætir við að eftir heimsmeistarakeppnina í Rússlandi hafi þau ákveðið að fara í frí til Bahamaeyja. Þar leiddi eitt af öðru.

„Það var frábær staður til að fara á skeljarnar,“ segir Gylfi. „Við áttum geggjaðan dag, tvö saman. Ég lét vaða í kvöldmatnum. Ég hef aldrei verið jafn stressaður á ævinni. Við vorum úti allan daginn og komum til baka í kvöldmat sem ég hafði planað. Ég var búinn að fela hringinn og var með hann í rassvasanum. Ég var með ræðu sem ég ætlaði að muna.“ Þegar svo kom að stóru stundinni fraus Gylfi. Hann hafði gleymt hverju orði. „Eftir svona þrjár sekúndur þá var hún örugglega að hugsa hvað væri að mér. Þá skáldaði ég eitthvað nýtt og bjargaði mér,“ segir Gylfi og bætir við um eitt stærsta augnablik lífs síns: „Hún sagði alla vega já!“

Hér að neðan má sjá nokkrar Twitter færslur um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun
433Sport
Í gær

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Í gær

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu
433Sport
Í gær
Hartman í Val