fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Konur virðast ekki vilja starfa í stjórn KSÍ: ,,Af hverju bjóða konur sig ekki fram?“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 10:17

Guðrún Inga, Ragnhildur og Borghildur hafa setið í stjórn KSÍ. Guðrún lætur af störfum en aðrar konur sækjast ekki í störfin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Hvar eru konurnar?,“ skrifar Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdarstjóri Fótbolta.net á Twitter og spyr þar hvers vegna ekki fleiri konur bjóða sig fram til að vera í stjórn Knattspyrnusambands Íslands.

Kosningar í stjórn og varastjórn KSÍ fer fram um aðra helgi, sjö sæti eru í boði en bara ein kona er í framboði. Einnig verður kosið  um formann en þar eru Guðni Bergsson núverandi formaður og Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður í framboði.

Ragnhildur Skúladóttir situr í stjórn KSÍ en hennar kjörtímabil lýkur ekki fyrr en á næsta ári.

Mikill uppgangur hefur verið í kvennaknattspyrnu á síðustu árum, þeirri uppbyggingu hefur að mestu verið stýrt af körlum innan KSÍ.

Hjá KSÍ sitja átta í stjórn, einnig eru fjórir landsfulltrúar, þá eru þrír varafulltrúar í stjórn sambandsins auk formanns sem kjörinn verður um aðra helgi. Um er því að ræða sextán stöður en aðeins tvær konur sækjast í störfin.

Oftar en ekki hefur hávær hópur kvenna tjáð sig um málefni fótbolta og þá sérstaklega að halli á konur innan hreyfingarinnar. Þessi sami hópur virðist hins vegar ekki hafa áhuga á að mæta á leiki í kvennafótbolta eða reyna að hafa áhrif á hreyfinguna með sæti í stjórn sambandsins.

Borghildur Sigurðardóttir sem setið hefur í stjórn KSÍ í tvö ár sækist eftir endurkjöri.

,,Það verður kosið um 7 sæti í stjórn og varastjórn KSÍ og bara ein kona í framboði. Sem þýðir að konum fækkar úr 3 í 2 í stjórn ef Borghildur nær endurkjör, annars í eina,“ skrifar Hafliði um málið.

Guðrún Inga Sívertsen sem setið hefur í stjórn KSÍ er að láta af störfum og því er ljóst að konum mun fækka sem hafa áhrif innan KSÍ.

,,Af hverju bjóða konur sig ekki fram?,“ skrifar Hafliði sem er eðlileg spurning, til að breyta hlutunum þarf að taka þátt og hafa áhrif.

Hér má sjá þá sem eru í framboði en þar á meðal er Hilmar Þór Norðfjörð fyrrum starfsmaður sambandsins, sem rekinn var úr starfi sem fjölmiðlafulltrúi fyrir tæpum tveimur árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KSÍ skoðar að fara í herferð vegna veðmálafíknar

KSÍ skoðar að fara í herferð vegna veðmálafíknar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Er hiti á Arnari í starfi? – „Þá heimta ég ekki að þættinum sé cancelað og að Gísli Einarsson sé rekinn“

Er hiti á Arnari í starfi? – „Þá heimta ég ekki að þættinum sé cancelað og að Gísli Einarsson sé rekinn“
433Sport
Í gær

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði
433Sport
Í gær

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin