fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Jói Berg ræðir hinn litríka ‘Ginger Mourinho’: Segir nákvæmlega það sem honum finnst

Victor Pálsson
Sunnudaginn 27. janúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Jóhann Berg Guðmundsson sem hefur verið einn besti knattspyrnumaður Íslands síðustu ár.

Jóhann hefur unnið með hinum litríka Sean Dyche hjá Burnley ne hann hefur verið við stjórnvölin frá árinu 2012.

Dyche er oft kallaður ‘Ginger Mourinho’ en hann hikar yfirleitt ekki við að segja það sem honum finnst og einnig við fjölmiðla.

Jóhann talar mjög vel um Dyche en hann er einmitt maðurinn sem vildi fá landsliðsmanninn til Turf Moor.

,,Ginger Mourinho, hann er mjög góður þjálfari finnst mér. Hann er hreinskilinn við þig, hann segir þér ef honum finnst þú vera að spila illa og hrósar þér líka ef þú ert að gera góða hluti,“ sagði Jóhann.

,,Hann hefur verið þarna lengi, það vita allir nákvæmlega hvernig hann vill að þú spilir og að liðið spili. Hann nær gjörsamlega öllu úr leikmönnum.“

,,Menn hlaupa úr sér lungun fyrir hann og berjast fyrir hann, hann er mjög góður þjálfari og hefur hjálpað mér gríðarlega mikið að þróast sem leikmaður og láta mig hafa meiri trú á mér í þessari deild.“

,,Það getur verið erfitt að koma í þessa deild og segja sjálfum sér að þú sért nógu góður í þetta. Fótbolti er mikið í hausnum á þér, það er oft mikið sem maður er að hugsa í þessu öllu saman. Hann hefur hjálpað mér gríðarlega mikið að láta mig finna innri trú á sjálfum mér.“

,,Það hafa oft komið tímar þar sem maður hugsar alls konar hluti og þegar maður er ekki að spila vel þá hugsar maður hvernig maður nær rythmanum aftur, það er fullt í gangi í hausnum. Sérstaklega þegar hlutirnir ganga ekki vel og þú ert að meiðast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fylkir kaupir Sigurberg frá Stjörnunni

Fylkir kaupir Sigurberg frá Stjörnunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur