fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
433Sport

Jói Berg fékk höfnun sem var erfitt að taka: ,,Á þessum aldri er erfitt að kyngja þessu“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 27. janúar 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Jóhann Berg Guðmundsson sem hefur verið einn besti knattspyrnumaður Íslands síðustu ár.

Jóhann var efnilegur leikmaður á sínum yngri árum og æfði á meðal annars með stórliði Chelsea sem og Fulham.

Allt gekk vel þar til Jóhann varð fyrir því óláni að slíta krossband og gat ekki spilað knattspyrnu í heilt ár.

Eftir að hafa komið til baka var honum tilkynnt um að hann myndi ekki fá styrk hjá félögunum og þurfti að snúa aftur heim til Íslands.

,,Það var auðvitað ansi skemmtilegt að sjá hvernig þetta var. Allt öðruvísi en á Íslandi, miklu meira professional, æfingasvæðin svakaleg og allt það,“ sagði Jóhann.

,,Það var bara frábært fyrir mig að fá að upplifa þetta, ég vildi þetta ennþá meira, þennan atvinnumanna draum sem ég hafði alltaf verið með.“

,,Það var þannig að ég fór til Chelsea og Eiður Smári og Arnór pabbi hans voru hluti af því að ég fór þangað.“

,,Eftir það fór ég til Fulham og ég held að Heiðar Helguson hafi verið þar líka. Ég var þar í eitt og hálft ár en svo sleit ég krossband. Ég held að ég hafi verið 15 ára sem var gríðarlega erfitt.“

,,Ég var frá í fótbolta í eitt ár alveg og það var erfitt þeta öllu sem þú vilt gera er kippt undan þér. Það var erfiður tími en á sama skapi lærdómsríkur. Ég lærði heilmikið þarna.“

,,Ég var í skóla á sama tíma, ég var erfiður í skóla á Íslandi en þegar ég fór í skóla þarna úti þá var alvöru agi og þú komst ekki upp með neitt kjaftæði. Ég hafði mjög gott að því.“

,,Svo kemur maður til baka eftir þessi meiðsli og þá er ég kominn á þennan aldur þar sem leikmenn fá styrk eða ekki og ég fékk það ekki. Stuttu síðar fór ég aftur til Íslands og fór í annan flokkinn og byrjaði upp á nýtt.“

,,Það var gríðarlega erfitt að kyngja þessu, ég taldi mig eiga mjög góðan séns. Eftir að ég kom til baka hafði ég æft vel með Fulham og taldi mig eiga séns. Á þessum aldri er erfitt að kyngja þessu en ég ákvað bara að rífa mig í gang og það var fínt að fara beint aftur til Íslands.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sverrir heldur með Liverpool: Svona er leikdagur hjá honum – Þakklátur konunni fyrir að nenna að vera gift honum

Sverrir heldur með Liverpool: Svona er leikdagur hjá honum – Þakklátur konunni fyrir að nenna að vera gift honum
433Sport
Í gær

Hvítur miðaldra fréttamaður: ,,Hann er stór, svartur og hugrakkur“

Hvítur miðaldra fréttamaður: ,,Hann er stór, svartur og hugrakkur“
433Sport
Í gær

Brask Arnars og félaga sprakk í andlitið á þeim: ,,Alltaf einn trúður sem tekur þetta að sér”

Brask Arnars og félaga sprakk í andlitið á þeim: ,,Alltaf einn trúður sem tekur þetta að sér”
433Sport
Í gær

Handtekinn fyrir ölvunarakstur – Sagðist vera að flýja glæpamenn

Handtekinn fyrir ölvunarakstur – Sagðist vera að flýja glæpamenn