fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
433Sport

Liðsfélagi Jóa var sigurviss og sagði bróður sínum að setja pening undir – Endaði ekki vel

Victor Pálsson
Laugardaginn 26. janúar 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Jóhann Berg Guðmundsson sem hefur verið einn besti knattspyrnumaður Íslands síðustu ár.

Jóhann segir skemmtilega sögu er hann spilaði undir stjórn Karel Fraeye hjá Charlton í næst efstu deild.

Gengið undir Fraeye var virkilega slæmt og var hans síðasti leikur við stjórnvölin 6-0 tap gegn Huddersfield.

Nýir menn höfðu komið inn og leit liðið vel út, þar á meðal Roger Johnson sem lék um tíma í ensku úrvalsdeildinni.

Johnson hafði mikla trú á liðinu fyrir leik gegn Huddersfield og sagði bróður sínum að leggja smá pening undir að þeir myndu vinna.

Það gekk ekki eins og í sögu en Charlton tapaði leiknum sannfærandi 6-0 og var Fraeye rekinn stuttu síðar.

,,Við spiluðum gegn Huddersfield úti, ég var með Roger Johnson í liði, hann hafði spilað í úrvalsdeildinni og var toppmaður,“ sagði Jóhann.

,,Hann sagði við bróður sinn: ‘Skelltu pening á okkur, liðið lítur vel út í dag.“ Þá vorum við búnir að safna einhverju liði, Roger Johnson og einhverjir svona gæjar voru komnir inn og enginn var meiddur og allt klárt.“

,,Hann segir við bróður sinn að skella nokkrum pundum á okkur, að við litum vel út og að við myndum vinna. Við töpuðum 6-0! Þjálfarinn vissi að þetta væri hans síðasti leikur.“

,,Hann var brotinn í rútunni eftir leik. Hann vissi að hann væri búinn og svo var hann rekinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sverrir heldur með Liverpool: Svona er leikdagur hjá honum – Þakklátur konunni fyrir að nenna að vera gift honum

Sverrir heldur með Liverpool: Svona er leikdagur hjá honum – Þakklátur konunni fyrir að nenna að vera gift honum
433Sport
Í gær

Hvítur miðaldra fréttamaður: ,,Hann er stór, svartur og hugrakkur“

Hvítur miðaldra fréttamaður: ,,Hann er stór, svartur og hugrakkur“
433Sport
Í gær

Brask Arnars og félaga sprakk í andlitið á þeim: ,,Alltaf einn trúður sem tekur þetta að sér”

Brask Arnars og félaga sprakk í andlitið á þeim: ,,Alltaf einn trúður sem tekur þetta að sér”
433Sport
Í gær

Handtekinn fyrir ölvunarakstur – Sagðist vera að flýja glæpamenn

Handtekinn fyrir ölvunarakstur – Sagðist vera að flýja glæpamenn