fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
433Sport

Hólmar var duglegur í jólamatnum og fékk að heyra það úti á götu: Fæ svona stimpil á mig eins og Lovren

Victor Pálsson
Sunnudaginn 20. janúar 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Hólmar Örn Eyjólfsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu hefur átt merkilegan feril þrátt fyrir ungan aldur.

Hólmar samdi við ísraelska félagið Maccabi Haifa árið 2017 en hann kom þangað frá Rosenborg í Noregi.

Þar stoppaði hann þó stutt og lék aðeins 16 leiki áður en hann var farinn til Levski Sofia í Búlgaríu.

Maccabi borgaði 1,5 milljón evra fyrir Hólmar og var búist við miklu af honum eftir kaupin.

,,Ég klára tímabilið með Rosenborg 20. nóvember, fer í bikarúrslit og fer svo heim og er í fríi í sex vikur þar sem ég var ekki að gera mikið,“ sagði Hólmar.

,,Ég kem þarna út í, ég hef verið helvíti duglegur í jólamatnum því ég var ekki í góðu standi og manni er bara kastað beint inn í þetta.“

,,Ég held að ég hafi verið búinn að æfa fimm sinnum þegar ég byrja fyrsta leikinn eftir sex vikna frí og það var helvíti strembið.“

,,Maður var ekki alveg upp á sitt besta og maður fékk að heyra það úti á götu. Þeir eru mjög blóðheitir þarna.“

,,Maður var spurður: ‘Bíddu varst þú ekki einn af dýrustu leikmönnunum okkar en samt fáum við enn á okkur mörk?’ og alls konar svona.“

,,Til að byrja með átti gagnrýnin aðeins rétt á sér en eftir tvo mánuði var ég farinn að spila ágætlega en bara eins og maður sér með fullt af leikmönnum, ef þeir fá einhvern stimpil á sig bara eins og Lovren skilurðu, þó að hann eigi góðan leik þá er hann bara með þennan stimpil á sér.“

,,Nýi þjálfarinn sem kom í staðinn var helvíti.. Guy Luzon. Það breyttist aðeins og ég vissi strax um sumarið að ég þyrfti að breyta til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sverrir heldur með Liverpool: Svona er leikdagur hjá honum – Þakklátur konunni fyrir að nenna að vera gift honum

Sverrir heldur með Liverpool: Svona er leikdagur hjá honum – Þakklátur konunni fyrir að nenna að vera gift honum
433Sport
Í gær

Hvítur miðaldra fréttamaður: ,,Hann er stór, svartur og hugrakkur“

Hvítur miðaldra fréttamaður: ,,Hann er stór, svartur og hugrakkur“
433Sport
Í gær

Brask Arnars og félaga sprakk í andlitið á þeim: ,,Alltaf einn trúður sem tekur þetta að sér”

Brask Arnars og félaga sprakk í andlitið á þeim: ,,Alltaf einn trúður sem tekur þetta að sér”
433Sport
Í gær

Handtekinn fyrir ölvunarakstur – Sagðist vera að flýja glæpamenn

Handtekinn fyrir ölvunarakstur – Sagðist vera að flýja glæpamenn