fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
433Sport

Sveppi gleymir því aldrei hvað hann gerði við einn þann besta: ,,Ég negldi í eyrað á honum“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi eins og hann er kallaður var gestur í hlaðvarpsþættinum Millivegurinn sem er í umsjón Arnórs Sveins Aðalsteinssonar og Bergsveins Ólafssonar.

Sveppi er landsmönnum kunnur en hann hefur lengi verið einn ástsælasti grínisti landsins og er þá góðvinur Eiðs Smára Guðjohnsen.

Sveppi og Eiður sáu um sjónvarpsþættina Gudjohnsen þar sem farið er yfir magnaðan knattspyrnuferil Eiðs.

Eiður lék með mörgum frábærum knattspyrnumönnum hjá Chelsea og fékk Sveppi að hitta stjörnurnar og hanga með þeim.

Í eitt skiptið fékk hann að gefa goðsögninni Gianfranco Zola selbita eftir að hann hafði tapað leik í körfubolta.

Zola var magnaður knattspyrnumaður á sínum tíma og var lengi talinn einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

,,Það var mest kannski úti hjá Chelsea. Ég hékk dálítið með honum þar, þar voru þetta Zola, Lampard, Terry, Dennis Wise og Hasselbaink,“ sagði Sveppi.

,,Þeir voru geggjaðir sko, það eru allt geggjaðir gæjar. Zola er geggjaður sko. Hann er svo mikið legend í fótbolta.“

,,Við fórum heim til Zola og vorum heilan dag þar að horfa á fótbolta og svo fórum við út í körfubolta og vorum í asna.“

,,Sá sem tapaði asna þá mátti maður taka utan um hausinn á honum og gefa selbita í eyrað. Eins fast og maður gat.“

,,Mómentið þar sem ég stóð og hélt utan um hausinn á Gianfranco Zola og negldi í eyrað á honum, heima hjá honum. Það er priceless sko.“

,,Þetta var svo fallegt! Það var svo gaman að sjá hvað Eiður er huge. Maður gerir sér ekki almennilega grein fyrir því þegar maður þekkir hann svona vel og finnst hann bara vera rasshaus og allt þetta.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Reyndu að gera lítið úr einstöku afreki Arnars: ,,Nei, þetta var frábær árangur og ég er stoltur af honum“

Reyndu að gera lítið úr einstöku afreki Arnars: ,,Nei, þetta var frábær árangur og ég er stoltur af honum“
433Sport
Í gær

Segir Bale að sýna virðingu – Hefur ekki gert þetta í sex ár

Segir Bale að sýna virðingu – Hefur ekki gert þetta í sex ár
433Sport
Í gær

Var einn efnilegasti leikmaður Englands en segist vera fórnarlamb: ,,Getið ímyndað ykkur hvað hefði gerst“

Var einn efnilegasti leikmaður Englands en segist vera fórnarlamb: ,,Getið ímyndað ykkur hvað hefði gerst“
433Sport
Í gær

Varaði Arnar við því að hann væri að gera hræðileg mistök: ,,Hann hafði rétt fyrir sér“

Varaði Arnar við því að hann væri að gera hræðileg mistök: ,,Hann hafði rétt fyrir sér“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sendi dóttur sinni skilaboð og sagðist aldrei vilja sjá hana aftur: ,,Vertu blessuð'“

Sendi dóttur sinni skilaboð og sagðist aldrei vilja sjá hana aftur: ,,Vertu blessuð'“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Victor fékk refsingu fyrir að brjóta á Rúrik

Guðlaugur Victor fékk refsingu fyrir að brjóta á Rúrik
433Sport
Fyrir 3 dögum

Fyrsti hárblásari Solskjær: Pogba var leiður

Fyrsti hárblásari Solskjær: Pogba var leiður
433Sport
Fyrir 3 dögum

Fór í áfengismeðferð eftir tap gegn Íslandi: Nú hefur hún tekið niður giftingarhringinn – ,,Þú hefur niðurlægt mig aftur“

Fór í áfengismeðferð eftir tap gegn Íslandi: Nú hefur hún tekið niður giftingarhringinn – ,,Þú hefur niðurlægt mig aftur“