fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Fimm áhrifamestu umboðsmennirnir i heiminum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umboðsmenn eru stundum kallaðir krabbamein í fótboltanum en þeir passa upp á hagsmuni skjólstæðinga sína. Oft er félögum illa við umboðsmenn sem fara oft fram með hörku.

Umboðsmennirnir eru misjafnir eins og þeir eru margir, sumir hafa ná að verað vel efnaðir í starfi sínu.

Þeim hefur tekist að fá skærustu stjörnurnar í sitt teymi og náð að selja þá fyrir háar fjárhæðir. Það hefur gefið vel í aðra hönd.

Hér að neðan er samantekt um fimm áhrifamestu umboðsmennina í fótboltanum.

Pini Zahavi og Rio Ferdinand á góðri stundu árið 2008.

5. Pini Zahavi
Kaupsýslumaðurinn frá Ísrael hefur lengi verið að en hann er 75 ára gamall. Er frægastur fyrir að hjálpa Roman Abramovich að kaupa Chelsea og koma svo leikmönnum til félagsins. Hann vann mikið með West Ham og kom Rio Ferdinand til Leeds og þaðan til Manchester United. Er í dag að sjá um mál Robert Lewnadowsi og hjálpaði Neymar að komast til PSG. Hefur þénað svakalega.


4. Kia Joorabchian
Einn sá umdeildasti í bransanum, leikmenn undir hans stjórn fara oft harkalega fram til að koma sínu í gegn. Er með Philippe Coutinho sem fór frá Liverpool til Barcelona fyrir 142 milljónir punda fyrir ári síðan. Er með Carlos Tevez, Oscar, David Luiz og fleiri á sínum snærum.


3. Mino Raiola
Einn sá umtalaðasti, er með Paul Pogba, Zlatan Ibrahimovic og fleiri á sínum snærum. Kann svo sannarlega að sækja sér aur og fékk um 24 milljónir punda þegar Paul Pogba fór til Manchester United árið 2016. Hefur þénað ótrúlega á ferli sínum og er ekki hættur.

Jonathan Barnett lengst til hægri

2. Jonathan Barnett
Eigandi Stellar Group sem er einn stærsta skrifstofan í leiknum, eru með Gareth Bale, Luke Shaw, Jesse Lingard og Jordan Pickford. Þá er Stellar með Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson á sínum snærum. Barnett vill lítið vera í sviðsljósinu.


1. Jorge Mendes
Cristiano Ronaldo og Jose Mourinho hafa fært honum gull, Mendes er sá umboðsmaður sem hefur mestu áhrifin í fótboltanum. Er einnig með David de Gea, James Rodriguez og Diego Costa sem hafa gefið honum vel. Er með sérstakan samning við Wolves sem hefur gefið honum vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Í gær

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu