fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Tapar Rooney stórum fjárhæðum? – Eiginkonan óttast að drykkjan fari úr böndunum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. janúar 2019 10:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Manchester United, var handtekinn í Washington í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Bandarískir fjölmiðlar keppast við að fjalla áfram um málið en Rooney var handtekinn á flugvellinum sem er í Washington.

Rooney hafði verið í Sádí Arabíu og horft á kappakstur en var svo handtekinn á flugvellinum vegna ölvunnar á almannafæri. Einnig er greint frá því að Rooney hafi blótað mikið er hann var drukkinn og var alls ekki til fyrirmyndar.

Rooney ættu flestir að þekkja en hann lék lengi með United og svo síðar Everton. Hann spilar í dag með DC United í MLS-deildinni. Stjórnarmenn MLS deildarinnar eru sagðir brjálaðir enda sér deildin að hluta til um að borga stjörnum hennar laun.

Nú er sagt að fyrirtæki sem Rooney er með samning við, íhugi að rifta hann. Of mörg vandamál hans tengd áfengi hafa komið upp og gæti hann misst samninga. Rooney fær um 900 milljónir á ári frá fyrirtækjum fyrir að auglýsa hitt og þetta.

Þannig er Rooney með stóran samning við Nike og fleiri fyrirtæki sem gefa honum vel í aðra hönd, fyrirtækin skoða nú hvað skal gera.

Þá er sagt að Coleen Rooney, eiginkona hans sé stressuð fyrir því að eiginmaðurinn hætti í fótbolta. Hún er sögð óttast það að drykkja Wayne Rooney fari þá alveg úr böndunum. Coleen hefur oft verið nálægt því að skilja við Wayne þegar hann hefur drukkið of mikið, hann hefur verið sagður halda framhjá henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Í gær

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Í gær

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert