fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
433Sport

Saga þurfti af hælbeini Sigurðar: ,,Beinið hélt áfram að stækka og verk­ur­inn jókst“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. janúar 2019 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Egill Lárusson, kantmaður Vals og einn besti leikmaður liðsins síðustu ár er að jafna sig eftir aðgerð. Sigurður fór undir hnífinn í nóvember þar sem sagað var af hælbeini hans.

Sigurður hafði verið að glíma við þessi meiðsli um nokkurt skeið og var ákveðið að grípa í taumana.

Beinið í hælnum hafði stækkað og stækkað síðustu ár. Hann var með gat á hælnum öðru megin til að geta spilað fótbolta.

„End­ur­hæf­ing­in geng­ur bara mjög vel. Ég fór í aðgerð fyr­ir sex vik­um. Ég komst ekki leng­ur í skó og því þurfti að saga af beini í hæln­um. Ég er byrjaður að hjóla og þetta geng­ur ágæt­lega. Ég gæti trúað því að ég verði orðinn góður eft­ir þrjár til fjór­ar vik­ur,“ sagði Sig­urður við Morgunblaðið um málið.

Nokkuð er síðan að talið var að Sigurður þyrfti að fara undir hnífinn og hann ákvað að fara í aðgerð í nóvember.

„Ég var að velta því fyr­ir mér að fara í aðgerð fyr­ir síðasta Íslands­mót vegna þess að þetta hef­ur háð mér í eitt og hálft ár. Beinið hélt áfram að stækka og verk­ur­inn jókst. Ég ákvað hins veg­ar að bíða með aðgerðina þar til eft­ir Íslands­mótið. Þetta var orðið nokkuð skraut­legt. Ég var nán­ast laus í skón­um en fann samt fyr­ir verkj­um. Beinið skildi eft­ir sig gat í hæln­um á bæði takka­skón­um og hlaupa­skón­um. Það var mikið gert grín að þessu og var orðið tíma­bært að gera eitt­hvað í mál­inu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Varaði Arnar við því að hann væri að gera hræðileg mistök: ,,Hann hafði rétt fyrir sér“

Varaði Arnar við því að hann væri að gera hræðileg mistök: ,,Hann hafði rétt fyrir sér“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna fær nóg: Biður mömmu sína um að hætta að birta svona myndir af sér

Vonarstjarna fær nóg: Biður mömmu sína um að hætta að birta svona myndir af sér
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Victor fékk refsingu fyrir að brjóta á Rúrik

Guðlaugur Victor fékk refsingu fyrir að brjóta á Rúrik
433Sport
Fyrir 2 dögum

90 mínútur með Arnari Gunnlaugssyni: Tvíburi, barnastjarna, mögnuð afrek og hroki

90 mínútur með Arnari Gunnlaugssyni: Tvíburi, barnastjarna, mögnuð afrek og hroki
433Sport
Fyrir 3 dögum

Fór í áfengismeðferð eftir tap gegn Íslandi: Nú hefur hún tekið niður giftingarhringinn – ,,Þú hefur niðurlægt mig aftur“

Fór í áfengismeðferð eftir tap gegn Íslandi: Nú hefur hún tekið niður giftingarhringinn – ,,Þú hefur niðurlægt mig aftur“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Edda Sif er hugsi yfir því af hverju íslenskir karlmenn þora ekki að tala um þetta

Edda Sif er hugsi yfir því af hverju íslenskir karlmenn þora ekki að tala um þetta