fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Rúnar upplifði skrautlega tíma í Belgíu: ,,Lönd sem maður hafði ekki heyrt talað um áður“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 13. janúar 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Rúnar Kristinsson, leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands.

Rúnar var lengi leikmaður Lokeren í Belgíu en hann spilaði með liðinu frá 2000 til 2007.

Tíminn hjá Lokeren var ansi skrautlegur en Rúnar vann með mörgum þjálfurum og mörgum mismunandi leikmönnum.

Hann segir að stemningin hafi verið sérstök hjá félaginu en margir leikmenn töluðu ekki sama tungumál.

,,Það var dálítið merkilegt, sérstaklega þegar maður kemur fyrst. Við vorum 24 eða 25 leikmenn inni í búningsklefanum,“ sagði Rúnar.

,,Þegar maður mætir þá er meira en helmingurinn dökkur á hörund og við hinir hvítir og þessir hvítu voru Belgar, Íslendingar og svo voru einhverjir Serbar og Króatar þarna.“

,,Svo voru leikmenn frá ólíkustu Afríkuþjóðum, Gíneu, Fílabeinsströndinni og Burkina Faso, lönd sem maður hafði ekki heyrt talað um áður.“

,,Það voru alls kyns leikmenn þarna og þeir töluðu meira og minna allir frönsku. Mér þótti það mjög gaman.“

,,Eins og stemningin er oft í búningsklefum, menn eru að kjafta saman og bulla í hvor öðrum og það eru ekkert alltaf viturlegar samræður.“

,,Maður lærði svona eitt og eitt orð í frönsku og maður gat bullað í strákunum frá Afríku því þeir kunnu ekkert nema frönsku. Maður lærði eitt og eitt orð og eina og eina setningu.“

,,Maður gat spjallað aðeins við þá og það var gaman að kynnast þeirra menningarheim, hvernig þeir hugsa og hvað þeir gera eftir æfingar og annað slíkt. Þetta fer í reynslubankann og mér þótti þetta mjög gaman.“

Meira:
Stjörnuprýtt lið Liverpool vildi fá Rúnar: ,,Þá ákvað ég að ég vildi ekki fara þangað“
Eigandinn var með ranghugmyndir:,,Einráður, á fullt af peningum og er með metnað“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls