fbpx
Fimmtudagur 24.janúar 2019
433Sport

Geir svarar ekki ítrekuðum fyrirspurnum okkar: Er hann kandídat ÍTF?

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 11. janúar 2019 09:08

Ætli Geir kunni ekki ennþá á símann sinn?

Það stefnir í harða baráttu þegar kosið verður til formanns Knattspyrnusambands Íslands, í byrjun næsta mánaðar. Þar mun Guðni Bergsson, sitjandi formaður, takast á við Geir Þorsteinsson, heiðursformann KSÍ og fyrrverandi formann og framkvæmdarstjóra KSÍ. Tvö ár eru síðan Geir lét af störfum. Hann vildi ekki fara í baráttu við Guðna sem þá sóttist eftir starfinu og Björn Einarsson sem laut í lægra haldi gegn Guðna. Framboð Geirs hefur vakið athygli, hann var nokkuð umdeildur í starfi en gerði margt gott fyrir fótboltann hér á landi. Eftir tvö ár á hliðarlínunni vill Geir aftur inn í starfið, en hvað býr að baki?

Ómögulegt að ná í Geir

Blaðamaður hefur frá því á mánudag reynt að ná í Geir, tugir símtala, fjöldi skilaboða og tölvupóstur hafa borist til hans. Hringt hefur verið úr mismunandi símanúmerum, þótt ekki væri nema til að fá ástæðu þess að hann neiti að ræða við blaðamanninn sem þetta skrifar eða fjölmiðilinn í heild. Geir hefur iðulega tekið upp tólið þegar undirritaður hefur hringt, eitthvað hefur breyst í þeim efnum á þeim tveimur árum sem liðin eru síðan hann lét af starfi formanns, þótt samskiptin hafi ekki verið nein á þeim tíma. Þeim ástæðum er hins vegar ómögulegt að átta sig á, enda eitthvað sem Geir hefur ekki viljað útskýra þrátt fyrir óskir þess efnis.

Er Geir kandídat ÍTF?

Áður en Geir bauð sig fram, var orðrómur þess efnis farinn að kvisast. Strax fóru að berast sögur um að hann væri kandídat ÍTF, sem eru hagsmunasamtök félaga í efstu tveimur deildunum á Íslandi. Geir hefur neitað þeim sögum en þær eru lífseigar. ÍTF hefur verið sá aðili sem hefur gagnrýnt starf KSÍ í stjórnartíð Guðna. Málflutningur Geirs í öðrum miðlum bendir til að hann sé að reyna sækja atkvæði sín einna mest í þeirra raðir. Eins og áður hefur komið fram gat blaðamaður ekki fengið svör frá Geir um það mál eða önnur sem fólk hefur áhuga á.

Spurningarnar sem átti að leggja fyrir Geir?

Af hvaða hugsjón vilt þú aftur koma inn í starf formanns KSÍ?

Þú hefur verið á hliðarlínunni í tvö ár, hvaða vondu ákvarðanir hefur KSÍ tekið á þeim tíma?

Þú starfaðir hjá sambandinu í rúmlega 20 ár, þú talaðir á dögunum um að íslensk knattspyrna væri ekki á góðum stað. Berð þú ekki mikla ábyrgð á því eftir allan þinn tíma í starfi?

Er eðlilegt að þú hafir þurft að taka skref til baka til að sjá að KSÍ væri á vondri vegferð, eins og þú heldur fram? Í stað þess að sjá það í starfi þínu öll þessi ár og grípa í taumana?

Þú talaðir um að gera þyrfti breytingar hjá KSÍ, hvaða breytingar eru það?

Þú ert sagður vera maðurinn sem ÍTF (Íslenskur toppfótbolti) vill fá í starfið, ertu þeirra frambjóðandi? Er framboð þitt tengt við ÍTF?

KSÍ hefur lagt til um 400 milljónir króna til aðildarfélaga sinna á þessu ári, þarf að auka þá fjármuni?

Þú ert á leið í baráttu við Guðna Bergsson, sem er sitjandi formaður. Ertu sigurviss?

Í tíð þinni sem formaður komu upp erfið mál, áttu von á því að þau verði notuð til að koma á þig höggi í baráttunni sem fram undan er?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hakkar Mo Salah í sig: Segir einfallt að lesa óheiðarleika hans

Hakkar Mo Salah í sig: Segir einfallt að lesa óheiðarleika hans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var hræddur við að stíga um borð í flugvélina sem hrapaði: ,,Hún virðist vera að hrynja í sundur“

Var hræddur við að stíga um borð í flugvélina sem hrapaði: ,,Hún virðist vera að hrynja í sundur“
433Sport
Í gær

Þjálfari Kolbeins urðar yfir hann: ,,Mér var tjáð að hann væri mikið vandamál“

Þjálfari Kolbeins urðar yfir hann: ,,Mér var tjáð að hann væri mikið vandamál“
433Sport
Í gær

Kolbeinn og liðsfélagar í sárum í Frakklandi: Víðamikil leit af Sala og flugvélinni

Kolbeinn og liðsfélagar í sárum í Frakklandi: Víðamikil leit af Sala og flugvélinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Memphis minnir ‘reiða’ stuðningsmenn á hversu vinsæll hann er: Eruð ekki með einn leikmann sem er eins góður og ég

Memphis minnir ‘reiða’ stuðningsmenn á hversu vinsæll hann er: Eruð ekki með einn leikmann sem er eins góður og ég
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elín Metta með tvö í sigri Íslands

Elín Metta með tvö í sigri Íslands
433Sport
Fyrir 3 dögum

Henry brjálaðist út í mótherja: ,,Amma þín er hóra“

Henry brjálaðist út í mótherja: ,,Amma þín er hóra“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Kjartan Henry í dönsku úrvalsdeildina

Kjartan Henry í dönsku úrvalsdeildina