fbpx
Fimmtudagur 24.janúar 2019
433Sport

,,Vonlaust starf Hamren með íslenska landsliðið“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 15:12

,,Vonlausa starf Erik Hamren á Íslandi,“ segir Aftonladet í Svíþjóð og hefur þau ummæli eftir okkar gamla vini, Lars Lagerback sem gerði magnaða hluti með íslenska landsliðið og kom því i fremstu röð.

Erik Hamren tók við íslenska landsliðinu síðasta sumar og hefur farið illa af stað, ekki neinn sigur í fyrstu sex leikjunum.

,,Ég áttaði mig á því að þetta yrði erfitt þegar ég tók við, ég er spenntur fyrir íþróttalífinu á Íslandi. Það er hæfileikaríkt fólk, hugarfarið er gott. Árangur Íslands í íþróttum er betri en Svía, miðað við fjölda fólks,“ sagði Hamren.

,,Áskorunin var heilland, mig langaði að komast á meðal þeirra bestu. Ísland gerði vel á EM og í undankeppni HM, úrsliitn í lokamótinu voru svo undir væntingum. Ísland stefnir á þriðja stórmótið í röð, það ná því ekki allar stórþjóðir einu sinni. Ég er spenntur fyrir því.“

Lagerback talaði um hið vonlausu starf en þar á hann við að erfitt sé að toppa árangur Íslands sem hefur náðst á síðustu árum.

,,Lagerback veit mikið og hann þekkti vinnuna með Ísland, ég vissi að þetta yrði erfitt starf. Ef leikmenn haldast heilir er allt, væntingarnar þegar Lagerback tók við voru litlar. Núna er liðið gagnrýnt ef það tapar gegn Belgum.“

Hamren fékk 6-0 skell í fyrsta leik gegn Sviss, leikmenn fengu að heyra að og hann líka.

,,Þetta var ekki skemmtilegt, leikmenn gáfust upp þegar líða tók á leikinn. Leikmenn fengu líka gagnrýni á Íslandi og það hafði ekki gerst lengi.“

Ísland og Svíþjóð mætast í B-landsleik á morgun Í Katar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hakkar Mo Salah í sig: Segir einfallt að lesa óheiðarleika hans

Hakkar Mo Salah í sig: Segir einfallt að lesa óheiðarleika hans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var hræddur við að stíga um borð í flugvélina sem hrapaði: ,,Hún virðist vera að hrynja í sundur“

Var hræddur við að stíga um borð í flugvélina sem hrapaði: ,,Hún virðist vera að hrynja í sundur“
433Sport
Í gær

Þjálfari Kolbeins urðar yfir hann: ,,Mér var tjáð að hann væri mikið vandamál“

Þjálfari Kolbeins urðar yfir hann: ,,Mér var tjáð að hann væri mikið vandamál“
433Sport
Í gær

Kolbeinn og liðsfélagar í sárum í Frakklandi: Víðamikil leit af Sala og flugvélinni

Kolbeinn og liðsfélagar í sárum í Frakklandi: Víðamikil leit af Sala og flugvélinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Memphis minnir ‘reiða’ stuðningsmenn á hversu vinsæll hann er: Eruð ekki með einn leikmann sem er eins góður og ég

Memphis minnir ‘reiða’ stuðningsmenn á hversu vinsæll hann er: Eruð ekki með einn leikmann sem er eins góður og ég
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elín Metta með tvö í sigri Íslands

Elín Metta með tvö í sigri Íslands
433Sport
Fyrir 3 dögum

Henry brjálaðist út í mótherja: ,,Amma þín er hóra“

Henry brjálaðist út í mótherja: ,,Amma þín er hóra“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Kjartan Henry í dönsku úrvalsdeildina

Kjartan Henry í dönsku úrvalsdeildina