Michael Owen, fyrrum leikmaður Liverpool og Manchester United, kom sé heldur betur í fréttirnar í gær.
Owen sá leik einmitt United og Liverpool sem fór fram á Old Trafford þegar United þurfti að gera þrjár skiptingar í fyrri hálfleik.
Liðið átti því enga breytingu eftir í síðari hálfleik og þurfti tæpur Marcus Rashford að klára leikinn.
Owen sagði í beinni útsendingu að Liverpool ætti að senda menn út til að sparka í ökkla Rashford þar sem hann fann til.
Margir urðu reiðir eftir þessi ummæli Owen sem var margoft meiddur á sínum ferli og þekkir það vel.
,,Ég áttaði mig ekki á því að það værus vona margir englar á Twitter,“ skrifaði Owen á meðal annars.
Hann bætir við að hann fái borgað fyrir að gefa sínar skoðanir og að hvaða lið sem er hefði rætt það að sparka í ökkla Rashford í hálfleik.
Hadn’t realised there were so many angels here on twitter. For everyone in uproar over my comments yesterday, get real.
As an ex-player I am employed to give my views and insights into what happens at football clubs all over the land.— michael owen (@themichaelowen) 25 February 2019
Nobody was advocating giving Marcus Rashford a serious injury but with 3 subs already used if his ankle was so uncomfortable he couldn’t continue then of course that would be discussed in every changing room in the land.
— michael owen (@themichaelowen) 25 February 2019