Knattspyrnumenn eru ekki vanir því að þurfa að skoða litla vininn á liðsfélaga sínum og hvað þá í miðjum leik. Það gerðist hins vegar um helgina þegar Crystal Palace heimsótti Leicester í ensku úrvalsdeildinni.
Crystal Palace vann 4-1 sigur á útivelli og var Claude Puel, stjóri Leicester, rekinn úr starfi eftir leikinn.
Í miðjum leik fékk Vicente Guaita, markvörður Palace högg á miðsvæðið og virtist finna til í pungnum.
Guaita var ekki að finna út úr þessu sjálfur og bað James Tomkins varnarmann liðsins um að kíkja á hvort allt væri í lagi. Guaita var í hönskum og átti því erfitt með að taka stuttbuxurnar og nærbuxurnar í burtu.
Tomkins skoðaði málið og gaf grænt ljós á að allt væri í góðu lagi. Þetta furðulega atvik má sjá hér að neðan.