fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Owen svarar fyrir öll ljótu skilaboðin sem hann fær eftir mjög umdeild ummæli

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. febrúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram stórleikur á Englandi í gær er lið Manchester United tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrri hálfleikurinn í gær var ansi undarlegur en United þurfti að skipta þremur leikmönnum af velli vegna meiðsla. Liðinu tókst þó að enda leikinn með 11 menn á vellinum en Marcus Rashford var tæpur og var í erfiðleikum. Því miður fyrir áhorfendur var ekki boðið upp á nein mörk í leik gærdagsins en færin voru af skornum skammti. Markalaust jafntefli því niðurstaðan í Manchester sem eru ekki frábær úrslit fyrir þessi lið.

Rashford var einnig að glíma við ökklameiðsli en þurfti að klára leikinn þar sem United var búið með skiptingar. Rashford fann mikið til í ökklanum en reyndi að harka það af sér og gaf sitt besta í leiknum.

Michael Owen, fyrrum leikmaður United og Liverpool, er ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna heimaliðsins þessa stundina. Owen vildi sjá leikmenn Liverpool sparka í ökkla Rashford í síðari hálfleik svo hann þyrfti að fara af velli meiddur.

,,Ef ég væri Jurgen Klopp í þessum búningsklefa í hálfleik og Manchester United getur ekki gert fleiri breytingar þá myndi ég segja mínum mönnum að sparka í ökkla Rashford sem hann hefur haltrað á allan fyrri hálfleikinn,“ sagði Owen í gær og stuðningsmenn United voru reiðir.

Owen hefur útskýrt mál sitt á Twitter eftir allt hatrið sem hann hefur fengið.

,,Hafði ekki áttað mig á því að það væri svona mikið af englum hér á Twitter, allir þeir sem eru reiðir yfir ummælum mínum, komist í samband við raunveruleikann. Sem fyrrum leikmaður, þá er ég ráðinn til starfa til að segja hvað er í gangi hjá félögum í landinu,“ sagði Owen í dag.

,,Það var enginn að segja að það ætti að meiða Marcus Rashford, alvarlega. Þeir voru búnir með þrjá skiptingar og ökklinn á honum var ekki í lagi, í hverju einasta búningsherbergi í landinu er svona rætt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Allt klappað og klárt – United og Leipzig ná samkomulagi um kaupverðið

Allt klappað og klárt – United og Leipzig ná samkomulagi um kaupverðið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum

Sjáðu stórfurðulegt atvik í Úlfarsárdal – Rikki G trúði ekki eigin augum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims

Launapakki Darwin Nunez í Sádí opinberaður – Fær þrefalt meira en hjá Liverpool og þénar meira en bestu leikmenn heims
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool gæti snúið aftur

Fyrrum leikmaður Arsenal og Liverpool gæti snúið aftur
433Sport
Í gær

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn

Uppselt í Fossvoginum er Danirnir koma í heimsókn