Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, var ekki ánægður eftir tap liðsins gegn Monaco í frönsku úrvalsdeildinni í gær.
Aulas er mikill aðdáandi Twitter og er með sinn aðgang þar sem hann tjáir sig reglulega.
Hann skaut á Memphis Depay, leikmann liðsins, sem átti dapran dag eins og aðrir leikmenn.
Memphis gaf það út í síðasta mánuði að hann ætlaði sér að komast í eitt af fimm bestu liðum Evrópu.
Aulas segir að Memphis eigi ekkert erindi í þannig á lið á meðan hann spilar eins og hann gerði í gær.
,,Þessi leikur sýnir okkur hversu langt við eigum í land til að afreka það sem við viljum,“ sagði Aulas.
,,Sumir leikmenn eru að spila undir getu. Þeir sem halda að þeir geti fengið risaskipti í lok árs hafa rangt fyrir sér.“
,,Þeir þurfa að einbeita sér að því að tala minna og gefa miklu meira frá sér.“