fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Gary Martin spilaði ölvaður og var rekinn: Fötin voru rifin af honum og hann varð hetja

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Martin, framherji Vals er í áhugaverðu og skemmtilegu viðtali við Magnús Má Einarsson á Fótbolta.net í dag. Þar fer yfir Gary yfir feril sinn en hann samdi við Val á dögunum.

Gary Martin er litríkur karakter en hann kom fyrst til Íslands árið 2010 og spilaði með ÍA. Hann lék síðan fyrir KR og Víking. Gary hefur síðustu ár spilað í Noregi og í Belgíu.

Árið 2017 hafði Gary yfirgefið Lokeren og átti að byrja að spila fyrir Lilleström í Noregi nokkrum mánuðum síðar.

Til að halda sér í formi spilaði hann fyrir York í utandeildinni á Englandi, hann var ekki samningsbundinn félaginu en fékk borgað ef hann spilaði leiki.

Það var svo á sunnudegi seint í nóvember sem Gary sat á svamli með félögum sínum, þeir leika í utandeildinni á Englandi. Sunnudagsdeildin er þekkt fyrirbæri á Englandi þar sem félagar hittast og spila fótbolta.

Þeir áttu leik síðar um daginn sem Gary ætlaði sér aldrei að taka þátt í, um var að ræða æskuvini hans frá Darlington.

,,Ég var búinn með fjóra bjóra, búinn að drekka frá því um morguninn. Þeir voru að tapa 3-0 í hálfleik og ég ætlaði ekki að koma við sögu og brjóta á mér löppina, ég sagði að ég myndi spila ef þeir kæmu þessu í 3-2,“ segir Gary í viðtalinu við Magnús Má á Fótbolta.net.

Leikurinn fór að snúast í síðari hálfleik og áður en Gary vissi af voru vinir hans byrjaðir að rífa af honum fötin, og skipa honum að spila.

,,Ein mínúta var búinn af síðari hálfleik þegar þeir skoruðu og staðan var 3-1. Svo var staðan 3-2, mér var sagt að gera mig kláran en ég vildi leyfa þeim að klára þetta. Þetta er sunnudagsfótbolti, ég ætlaði ekki að vera með. Strákarnir rifu fötin af mér, ég fór í sokkana og allt af þeim sem kom út af. Ég var pínu ölvaður“

,,Ég kom inn og við skoruðum, 3-3. Við fengum svo aukaspyrnu sem ég skoraði úr, ég hljóp og fagnaði eins og aldrei áður. Ég var ekki að brjóta neinar reglur, ég hafði fengið mér nokkra drykki, því var heimskulegt.“

Degi síðar sendi York frá sér yfirlýsingu, þar sem tilkynnt var að félagið hefið rekið Gary Martin frá félaginu. Málið var þó flóknara en Lilleström sem framherjinn var að fara að spila fyrir, hafði áhyggjur.

,,Stjórinn minn hjá York hringdi og öskraði á mig, ég sagði honum að ég hafi spilað tíu mínútur með vinum mínum sem er merkilegra fyrir mig en 100 leikir hjá York. Ég sagði honum að vinir mínir væru mikilvægri en hann og hans félag, ég sagðist ekki skulda honum neitt.“

,,Ég braut ekki neinar reglur, hann hringdi svo í mig á mánudegi og vildi halda mér. Þú færð ekki meiri ánægju en að spila með vinum þínum, þetta er eitt það besta sem ég hef gert á ferlinum. Þetta var ekki skynsamlegt því ég hafði verið að drekka en Lilleström vissi hvað hefði gerst eftir að ég hafði sagt þeim söguna, ég var rekinn frá York fyrir að spila tíu mínútur af fótbolta. Þetta er fyndið, þetta var heimskulegt hjá York. Þeir settu þetta út eins og ég hefði gert eitthvað alvarlegt.“

,,Lilleström tóku þessu ekki illa, ég var að taka áhættu. Hefði ég meiðst þá hefði ég þurft að taka 50 prósent launalækkun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum