fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Eigandinn var með ranghugmyndir: ,,Einráður, á fullt af peningum og er með metnað“

Victor Pálsson
Laugardaginn 12. janúar 2019 07:00

Rúnar Kristinsson þjálfari KR og stórblaðamaðurinn Ágúst Borgþór.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar lék í sjö ár með belgíska liðinu Lokeren áður en hann tók við þjálfun hjá félaginu árið 2016.

Eigandi Lokeren er mjög litríkur en hann hikar ekki við að reka þjálfarann ef illa gengur.

Það þarf svosem ekki að ganga illa svo þjálfarinn fái sparkið en eigandinn er með gríðarlega há markmið.

Rúnar segir að það hafi oft verið erfitt að vinna með þessum ágæta manni sem ber nafnið Roger Lambrecht.

,,Þetta er erfitt. Ég var nú með einn þjálfara sem náði tveimur og hálfu ári allavegana sem var mjög góður tími,“ sagði Rúnar.

,,Svo einhver ár þegar illa gekk þá vorum við með þrjá. Auðvitað er það erfitt en ástæðan er sú að liðið er ekki að standa sig nógu vel. Við erum kannski um miðja deild eða farnir að sogast neðar.“

,,Þá var forsetinn kannski full fljótur á sér að losa sig við þjálfara og gera breytingar. Það er mjög erfitt – alltaf einhver nýr maður að koma og nýjar áherslur.“

,,Þú vinnur fyrsta leikinn en svo er þetta sama vitleysan. Sjaldnast sem þetta hafði þau áhrif sem forsetinn vildi, að við myndum vinna fimm leiki í röð eða við myndum leika okkur að því að koma okkur úr fallbaráttu.“

,,Alltaf reddaðist þetta, við vorum alltaf í deildinni en þegar eigandinn er einráður og á fullt af peningum og er með metnað. Hann heldur að hann sé með það gott lið að hann geti barist um fyrstu fimm sætin.“

,,Ef ég hefði sagt honum að við værum ekki með svo gott lið, að við ættum að vera um miðja deild þá væru markmið hans kannski eðlilegri. Hann var með há markmið og út frá því rak hann þjálfarana. Svona var þetta bara og er enn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tveir handteknir grunaðir um að hafa nauðgað konu á föstudag

Tveir handteknir grunaðir um að hafa nauðgað konu á föstudag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Áfall fyrir Liverpool – Diogo Jota enn á ný meiddur

Áfall fyrir Liverpool – Diogo Jota enn á ný meiddur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við
433Sport
Í gær

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt
433Sport
Í gær

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar