fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Elsti atvinnumaður heims krotar undir nýjan samning – Ferillinn hófst árið 1986

Victor Pálsson
Föstudaginn 11. janúar 2019 18:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er venjan að atvinnumenn í knattspyrnu leggi skóna 30-40 ára gamlir þó að markmenn eigi það til að spila lengur.

Það á ekki við um japanska framherjan Kazuyoshi Miura sem spilar með Yokohama FC í Japan.

Miura hefur átt mjög skrautlegan feril og lék á meðal annars fyrir ítalska liðið Genoa árið 1993.

Atvinnumannaferill hans hófst árið 1986 en hann spilaði þá með brasilíska liðinu Santos.

Hann hefur komið víða við á ferlinum en hefur spilað með Yokohama síðan 2005. Liðið leikur í næst efstu deild í Japan.

Miura skrifaði í dag undir nýjan eins árs langan samning við Yokohama sem er ansi merkilegt.

Ástæðan er sú að Miura fagnar 52 ára afmæli sínu í febrúar en er þrátt fyrir það enn á fullu í atvinnumennsku.

Miura var magnaður landsliðsmaður fyrir Japan frá 1990 til 2000 og skoraði 55 landsliðsmörk í 89 leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“