fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Segja að kvennalandsliðið hafi verið skelfilegt – ,,Þetta var eitthvað það lélegasta sem ég hef orðið vitni af“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. september 2018 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið mætti Tékklandi á Laugardalsvelli í vikunni en leikið var í undankeppni HM. Íslenska liðið gat komist í umspil með sigri í gær en því miður urðu lokatölur 1-1 í Laugardalnum.

Tékkar komust yfir snemma leiks áður en Glódís Perla Viggósdóttir jafnaði fyrir okkur undir lok leiksins.

Stelpurnar fengu svo vítaspyrnu í uppbótatíma en því miður klikkaði Sara Björk Gunnarsdóttir á punktinum.

Farið var yfir málið í Dr. Football, hlaðvarpsþætti sem Hjörvar Hafliðason stýrir. Kristján Óli Sigurðsson og Mikael Nikulásson fóru að krifja hvað væri í gangi.

,,Þetta var eitthvað það lélegasta sem ég hef orðið vitni af, hugmyndaleysið og ráðþrotið sem var í gangi á vellinum. Hvað var lagt upp með? Var það bara að sparka langt og vona það besta, bara gamla góða aðferðin. Ég hef aldrei séð svona, þær reyndu aldrei að spila sig í gegn. Þetta var bara kick and fucking run, mesta hættan skapaðist við löng innköst. Þetta var lið sem við áttum alltaf að vinna, þetta var verðskuldað stig hjá Tékklandi,“ sagði Kristján Óli um málið.

Mikael Nikulásson tók í sama streng og sagði að liðið hefði ekki getað neitt í rúmt eitt ár.

,,Frá því að þessar stelpur fóru upp í flugvélina og fengu frábærar móttökur áður en þær fóru í hana, fagnaðarlæti áður en mótið hófst. Fyrir utan þennan eina leik gegn Þýskalandi, þá hafa þær ekki getað neitt. Glódís og Sif hafa verið frábærar í vörninni og Elín Metta, ég skildi ekki af hverju hún spilaði ekkert í fyrri leiknum. Hún var að koma sér í færi, miðjumennirnir allir eins. Sara Björk hefur verið mjög léleg.“

Freyr Alexandersson hætti með liðið eftir leikinn en Mikael segir að hann hafi átt að hætta fyrir löngu.

,,Það var þreyta í þessu, Freyr átti að hætta með liðið eftir EM. Þar voru þær skelfilegar, það eru ekki neinar framfarir.“

Viðtalið við þá félaga má heyra í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Í gær

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Í gær

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“