433Sport

Jóhann Berg elskaður og dáður í Burnley – ,,Var smeykur um að hann myndi fara í stærra lið“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. september 2018 15:00

Burnley er borg í Lancashire á Englandi, 34 kílómetra norður af Manchester og rétt austur af Blackburn. Íbúar eru um 73.000. Borgin er á mótum ánna Calder og Brun. Burnley byggðist upp sem markaðsbær í kringum 1300. Í iðnbyltingunni var þar mylla sem vann bómull og kolanáma. Knattspyrnulið borgarinnar er Burnley F.C. Þar er einn Íslendingur, Jóhann Berg Guðmundsson. Hann er ein af stjörnum liðsins en hann er að hefja sitt þriðja tímabil hjá félaginu. Jóhann er 27 ára gamall og hefur gert það gott fyrir félagið, félagið þakkaði honum traustið í sumar með nýjum samningi. Blaðamaður skellti sér á heimavöll félagisns, Turf Moor, um síðustu helgi. Þar var rætt við stuðningsmenn félagsins um þennan knáa kantmann. Jóhann gat ekki tekið þátt í leiknum gegn Manchester United sem tapaðist. Hins vegar er ljóst að stuðningsmenn félagsins kunna vel að meta þennan öfluga strák.


Charlie
„Hann er góður, hann ætti að spila alla leiki. Hann er virkilega góður, stundum er honum spilað út úr stöðu að mínu mati. Hann er stundum á hægri kantinum en ég vil bara hafa hann vinstra megin, hann er með frábæra löpp og fyrirgjafir hans eru fyrsta flokks. Þær henta leikstíl Burnley mjög vel, hann er með frábæran vinstri fót.“


Tony Dickinson
„Hann er frábær leikmaður, hann meiddist aftur sem er slæmt. Fyrst og síðast vonast ég til að Burnley geti haldið sér í deildinni, Jóhann þarf að vera heill stærstan hluta tímabilsins svo það takist. Okkar einbeiting er að halda okkur í deildinni, við erum ekki með sama fjármagn og flest liðin í þessari deild. Ég vona að við getum endað fyrir ofan fallsætin, það er það eina sem ég þrái.“


Richard Watt
„Ég er ekkert allt of duglegur að fylgjast með, ef ég á að vera heiðarlegur, ég kem einstaka sinnum á leiki en það sem ég hef séð af Guðmundssyni er að hann er mjög öflugur leikmaður. Ég mætti á einn leik í fyrra og það var gegn Manchester City, þar skoraði hann gott mark og var okkar besti leikmaður. Svo var hann í liðinu sem vann okkur Englendinga á EM fyrir tveimur árum, það var afar sárt. Ég gleymi því tapi aldrei, búa 10 þúsund á Íslandi? Nei, ég segi svona. Hann er góður leikmaður.“


Ryan
„Hann hefur verið frábær síðan að hann kom til okkar, eftir síðasta tímabil þá var ég örlítið smeykur um að hann myndi einfaldlega fara frá okkur í stærra lið. Það voru því frábær tíðindi þegar hann skrifaði undir nýjan samning við okkur í sumar. Til að Burnley taki næsta skref þá þurfum við að halda okkar bestu leikmönnum og Jóhann er klárlega einn af þeim. Við höldum okkur vonandi í þessari deild þriðja árið í röð og förum svo að byggja ofan á það.“


Matthew
„Hann er frábær leikmaður, við verðum um miðja deild á þessu tímabili. Jóhann lagði upp nokkur góð mörk í fyrra en ég vona að hann skori aðeins fleiri í ár. Með svona góða vinstri löpp á það að vera lítið mál.“


Chris McClair
„Hann minnir mig á kantmann frá því í gamla daga, hann er frábær að fara upp rennuna og koma honum fyrir. Hann er með frábærar fyrirgjafir, hann hefur reynst Burnley mjög vel. Mig langar að sjá hann skora aðeins fleiri mörk, en það er ekki einfalt að skora í okkar liði. Við spilum oftar en ekki talsverðan varnarbolta.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Það sem þjóðin hafði að segja yfir leiknum – ,,Þetta er ekki að gera sig, Hamren out, Heimir inn“

Það sem þjóðin hafði að segja yfir leiknum – ,,Þetta er ekki að gera sig, Hamren out, Heimir inn“
433Sport
Í gær

Ísland og Katar skildu jöfn – Kolbeinn komst á blað

Ísland og Katar skildu jöfn – Kolbeinn komst á blað
433Sport
Fyrir 2 dögum

Cole sakaður um að vera slæm fyrirmynd – Sjáðu hvað hann er byrjaður að nota

Cole sakaður um að vera slæm fyrirmynd – Sjáðu hvað hann er byrjaður að nota
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ætlar að biðja Bale um að lána sér flugvél – Þarf að koma fólki á völlinn

Ætlar að biðja Bale um að lána sér flugvél – Þarf að koma fólki á völlinn
433Sport
Fyrir 3 dögum

,,Hörður, enough is enough“ – Fékk aldrei tækifæri eftir liðspartý í Bermúda

,,Hörður, enough is enough“ – Fékk aldrei tækifæri eftir liðspartý í Bermúda
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hörður ræðir erfiða tíma hjá FH – ,,Óli Jó gaf skít í þessa pabba-pólitík“

Hörður ræðir erfiða tíma hjá FH – ,,Óli Jó gaf skít í þessa pabba-pólitík“