fbpx
433Sport

Tekur Pedro Hipólito við ÍBV?

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 29. september 2018 15:08

Pedro F. Hipólito hefur átt í viðræðum um að taka við ÍBV og líkur eru á að hann taki við liðinu. Þetta herma heimildir 433.is.

Hipólito lét af störfum sem þjálfari Fram á dögunum eftir að tímabilinu lauk í 1. deildinni.

Hjá Fram var Ólafur Brynjólfsson aðstoðarþjálfari hans, ekki er öruggt að hann fari með Hipólito til Eyja. Þeir félagar náðu ágætis árangri með Fram við mjög erfiðar aðstæður.

Samkvæmt heimildarmanni 433.is í Grindavík eru Pedro og Ólafur í stúkunni á leik Grindavíkur og ÍBV.

Þessi þjálfari frá Portúgal ku hafa rætt við ÍBV en málið mun skýrast á næstunni.

Kristján Guðmundsson mun láta af störfum sem þjálfari ÍBV síðar í dag, þegar leik liðsins gegn Grindavík er á enda.

ÍBV leitar því að eftirmanni hans en fleiri hafa verið orðaðir við starfið, þar á meðal Ian Jeffs, sem var með kvennaliðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu með hvaða ofurstjörnu Hörður Björgvin fagnaði sigri gærdagsins

Sjáðu með hvaða ofurstjörnu Hörður Björgvin fagnaði sigri gærdagsins
433Sport
Fyrir 3 dögum

Viðar Örn hættir mjög óvænt í landsliðinu

Viðar Örn hættir mjög óvænt í landsliðinu
433Sport
Fyrir 3 dögum

Kærasta Chicharito elskar að borða nakin – Sjáðu myndirnar

Kærasta Chicharito elskar að borða nakin – Sjáðu myndirnar
433Sport
Fyrir 4 dögum

Ógeðið heldur áfram: ,,Ég ætla að nauðga og drepa þig“

Ógeðið heldur áfram: ,,Ég ætla að nauðga og drepa þig“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Eiður tapaði öllum sínum peningum og faldi það fyrir konunni – „Þetta reyndi rosalega mikið á sambandið“

Eiður tapaði öllum sínum peningum og faldi það fyrir konunni – „Þetta reyndi rosalega mikið á sambandið“
433Sport
Fyrir 5 dögum

Sjáðu markið: Magnað mark Wayne Rooney beint úr aukaspyrnu í nótt

Sjáðu markið: Magnað mark Wayne Rooney beint úr aukaspyrnu í nótt
433Sport
Fyrir 5 dögum

Skórnir sem gerðu allt vitlaust til sölu á ný – Fyrsta myndbandið sem náði í milljón áhorf á YouTube

Skórnir sem gerðu allt vitlaust til sölu á ný – Fyrsta myndbandið sem náði í milljón áhorf á YouTube