fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Sorgarsaga Fram virðist ekki ætla að taka enda – Nær Fram að snúa við þessum hæga dauðdaga?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 24. september 2018 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistill er skoðun höfundar:

Það er sorglegt að fylgjast með því hvernig komið er fyrir hinu sögufræga félagi, Fram í fótbolta. Félagið er stefnulaust, stjórnlaust og margar rangar ákvarðanir á síðustu árum virðast vera að drepa félagið.

Þegar ég var ungur drengur var maður alinn upp við það að fjögur stórveldi væru í íslenskri knattspyrnu, KR, Valur, ÍA og Fram. FH hefur komið inn í þá mynd eftir að ég fór að eldast og er orðið leiðandi í íslenskum fótbolta.

Fram varð bikarmeistari sumarið 2013, þá var hins vegar byrjað að halla undan fæti. Segja má að síðan Þorvaldur Örlygsson sagði upp störfum hjá félaginu í júní 2013, þá hafi allt farið í skrúfuna.

Nokkrir Framarar sem ég hef rætt við í sumar hafa bent á það að, útfararstjórinn, Sverrir Einarsson hafi tekið sem formaður Fram sumarið 2013. Þar hafi vandræðin byrjað, félaginu hafi verið illa komið í höndum hans. Hann hafi tekið margar vondar ákvarðanir sem hafa reynst félaginu erfiðar.

Fram féll úr efstu deild karla árið 2014 og hefur ekki komið þangað síðan,  Þá er félagið með sameiginlegt lið með Aftureldingu í meistaraflokki kvenna, það lið leikur einnig í næst efstu deild.

Síðan þá hafa þjálfarar, komið og farið. Leikmannaveltan verið meiri en góðu hófi gegnir og félagið  er stjórnlaust og stefnulaust. Stjórnir hafa nánast sprungið oftar en stigin hafa verið á töflunni síðustu ár.

Nú á dögunum hætti stjórn knattspyrnudeildar, vinnan gekk illa. Sjálfboðaliðar eru hættir að vilja að starfa fyrir félagið. Nýir menn eru komnir til að stjórna og byrjuðu á að losa sig við Pedro Hipolito sem þjálfara. Leikmenn eru sagðir ósáttir enda hefur hann unnið við mjög erfiðar aðstæður. Til að mynda hefur ekki legið fyrir nema nokkrum klukkustundum fyrir leiki úti á landi, hvernig liðið mun ferðast í leikinn.

,,Við ætlum að fara dálítið í grunnhugmyndafræðina og byggja lið okkar á ungum og efnilegum Frömurum. Ætlum að byggja innan frá og til framtíðar. Hugsanlega að taka eitt skref til baka áður en við getum tekið tvö áfram. Að auki verður farið í að skoða að fá til liðs við okkur leikmenn sem falla að hugmyndafræði Fram. Við munum einnig endurskoða allan rekstur og umgjörð knattspyrnudeildar. Í framhaldi af þessu hefur verið samþykkt stefna og markmið meistaraflokks karla til næstu ára sem verður birt á heimasíðu félagsins á næstu dögum. Það eru okkar væntingar að Fram muni eiga sæti í úrvalsdeild áður en um langt líður og þangað stefnum við, en þurfum að komast þangað á réttum forsendum,“ segir í yfirlýsingu Fram í gær.

Félagið er í raun heimilislaust. Það átti að fara í Úlfarsárdal fyrir mörgum árum og þar átti heimili félagsins að vera. Flutningarnir hafa tafist og það hefur verið félaginu erfitt, félagið er með heimili út um allan bæ. Í Úlfarsárdal, Safamýri og svo á Laugardalsvelli þar sem liðið spilar fyrir nánast tómum velli. Slæm ástand félagsins skín best í gegn á heimaleikjum félagsins.

Mér finnst sorglegt hvernig komið er fyrir þessu sögufræga félagi og hvernig hægur dauðdagi knattspyrnudeildar hefur verið síðustu ár. Ég vona að félagið geti náð að rífa þetta sökkvandi skip á flot. Fram er stórveldi í sögunni og á að vera stórveldi í framtíðinni.

Ný stjórn sem tekur við fær erfitt verkefni, öflugir þjálfarar vilja eflaust ekki koma til Fram nema að mikið breytist. Mín von er að þetta sögufræga félag komist á rétta braut.

Hörður Snævar Jónsson
Ritstjóri 433.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Í gær

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Í gær

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum