fbpx
433Sport

Luka Modric er leikmaður ársins

Victor Pálsson
Mánudaginn 24. september 2018 20:00

Luka Modric, leikmaður Real Madrid, hefur verið valinn besti leikmaður ársins af FIFA.

Þetta var staðfest á verðlaunaafhendingu FIFA í kvöld sem fer fram í London.

Modric átti stórkostlegt ár með bæði Real Madrid og Króatíu en hann komst í úrslit HM með króatíska liðinu í sumar.

Ekki nóg með það heldur þá komst Modric í úrslit Meistaradeildarinnar með Real þar sem liðið vann Liverpool 3-1.

Modric er af mörgum talinn besti miðjumaður heims í dag en hann var einnig valinn besti leikmaður ársins af UEFA.

Þeir Mohamed Salah, leikmaður Liverpool og Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus komu einnig til greina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Plús og mínus – ,,Hvar var þetta lið fyrstu 80 mínúturnar?“

Plús og mínus – ,,Hvar var þetta lið fyrstu 80 mínúturnar?“
433Sport
Í gær

Einkunnir eftir naumt tap gegn Sviss – Alfreð bestur

Einkunnir eftir naumt tap gegn Sviss – Alfreð bestur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Neitaði að spila sinn fyrsta landsleik í dag – Lofuðu að bróðir hans yrði í landsliðinu

Neitaði að spila sinn fyrsta landsleik í dag – Lofuðu að bróðir hans yrði í landsliðinu
433Sport
Fyrir 2 dögum

‘Sjálfselskur’ Koscielny vildi sjá Frakkland tapa á HM – ,,Þetta var ánægjulegt en líka viðbjóðslegt“

‘Sjálfselskur’ Koscielny vildi sjá Frakkland tapa á HM – ,,Þetta var ánægjulegt en líka viðbjóðslegt“