fbpx
433Sport

Eru of margar beinar útsendingar ástæða þess að fólk mætir mjög illa á Pepsi deildina?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 24. september 2018 09:59

Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH telur að mikið framboð af beinum útsendingum af Pepsi deild karla sé stór ástæða þess að fólk mætir illa á völlinn. Þetta kom fram á X977 í útvarpsþættinum, Fótbolta.net.

Stöð2 Sport er með heimsklassa umfjöllun um deildina og eru margir leikir í beinni útsendingu.

Aðsókn á leiki hefur minnkað mikið á síðustu árum og sumarið í ár hefur ekki verið gott. Félögin í landinu hafa reynt að bæta sína umgjörð en ekkert gerist. Fólk mætir illa og það hefur áhrif á fjárhag liðanna í deildinni.

,,Það er eitt orð yfir þetta, þetta er skelfing,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH um mætinguna í Pepsi deild karla í sumar.

Jón segist ekki hafa neina eina skýringu en hefur þó tilgátu um það. ,,Í dag er ekki ein skýring frekar en einhver önnur, ég hef hins vegar haft skoðun á þessu í mörg ár. Hún er enn sú sama.“

,,Það að þetta sé vinsælt sjónvarpsefni, offramboð. Sérstaklega í svona sumrum, leiðinlegt veður. Þá er besta sætið, sem er slagorð þess sem sýnir þetta, besta sætið. Harðkjarninn mætir en lausafylgið mætir ekki.“

Þáttinn og umræðuna má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Plús og mínus – ,,Hvar var þetta lið fyrstu 80 mínúturnar?“

Plús og mínus – ,,Hvar var þetta lið fyrstu 80 mínúturnar?“
433Sport
Í gær

Einkunnir eftir naumt tap gegn Sviss – Alfreð bestur

Einkunnir eftir naumt tap gegn Sviss – Alfreð bestur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Neitaði að spila sinn fyrsta landsleik í dag – Lofuðu að bróðir hans yrði í landsliðinu

Neitaði að spila sinn fyrsta landsleik í dag – Lofuðu að bróðir hans yrði í landsliðinu
433Sport
Fyrir 2 dögum

‘Sjálfselskur’ Koscielny vildi sjá Frakkland tapa á HM – ,,Þetta var ánægjulegt en líka viðbjóðslegt“

‘Sjálfselskur’ Koscielny vildi sjá Frakkland tapa á HM – ,,Þetta var ánægjulegt en líka viðbjóðslegt“