fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Óli Jó um ummæli Rúnars: Ég hef aldrei talað um Keflavík við einn eða neinn

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. september 2018 16:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var fúll í dag eftir 2-1 tap gegn FH í dag en Valur gat tryggt sér titilinn með sigri. Sigurmark FH kom í uppbótartíma eftir hornspyrnu.

,,Mér fannst við fínir í fyrri hálfleik en vorum daprir í seinni hálfleik. Að tapa leik svona er eins grátlegt og hægt er að hafa það í fótbolta,“ sagði Óli.

,,Eins og ég hef sagt áður þá er staða okkar þannig að við ráðum þessu sjálfir og það er frábær staða.“

,,Þetta var bara horn og klafs og sá sem er grimmari í boltann vinnur hann,“ sagði Óli um sigurmarkið.

Óli var svo spurður út í ummæli Rúnar Páls Sigmundssonar, þjálfara Stjörnunnar, sem talaði um að Óli hafi sagt að leikurinn gegn botnliði Keflavíkur í síðustu umferð væri gefins.

,,Ég hef aldrei talað um Keflavík við einn eða neinn. Það hafa margir talað um Keflavík og sérstaklega fréttamenn og núna eru þjálfarar farnir að blanda sér í þetta líka.“

,,Við berum virðingu fyrir öllum andstæðingum og nálgumst þá eins og alvöru andstæðing og við gerum það.“

,,Það getur allt gerst í fótbolta og við gerum okkur grein fyrir því. Við þurfum að eiga góðan leik á laugardaginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Er hiti á Arnari í starfi? – „Þá heimta ég ekki að þættinum sé cancelað og að Gísli Einarsson sé rekinn“

Er hiti á Arnari í starfi? – „Þá heimta ég ekki að þættinum sé cancelað og að Gísli Einarsson sé rekinn“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“