fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
433Sport

Þjálfari Hugins tjáir sig um vallarmálið: Við mættum á réttan völl – Eiga jafn mikið skilið að fá dæmdan sigur

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 19. september 2018 19:14

Mynd: Huginn

Brynjar Skúlason, þjálfari Hugins, hefur tjáð sig um leik liðsins við Völsung sem átti að fara fram í dag.

Huginn mætti til leiks á Seyðisfjarðarvöll klukkan 16:30 í dag en Völsungur mætti hins vegar til leiks á Fellavöll á Egilsstöðum.

Greint var frá því á dögunum að leikurinn yrði endurspilaður eftir dómaramistök er Huginn vann 2-1 sigur í ágúst.

KSÍ greindi upphaflega frá því að leikið yrði á Seyðisfjarðarvelli en breytti þeirri ákvörðun eftir að hafa fengið skilaboð frá Huginn að völlurinn væri ónothæfur.

Brynjar segir þó að Huginn hafi beðið um að leiknum yrði frestað en ekki færður yfir á annan völl.

,„Við höfðum samband við KSÍ og óskuðum eftir því að leiknum yrði frestað þar sem leikvöllurinn okkar væri óleikhæfur,“ sagði Brynjar í samtali við RÚV.

,,KSÍ ákvað þá að færa leikinn á Fellavöll. Í dómnum sem er kveðinn upp af æðsta dómstóli KSÍ er hins vegar sagt skýrt að leikurinn skuli fara fram á Seyðisfjarðarvelli. Þannig við erum bara að framfylgja dómnum.“

Brynjar telur einnig að Huginn eigi alveg jafn mikinn rétt á að fá sigurinn dæmdan sér í vil en talað er um að Völsungur muni fá dæmdan 3-0 sigur.

„Já, af hverju ekki. Miðað við allt ruglið í kringum þetta allt saman, þá þætti mér það alveg eins eðlilegt og hvað annað. Við mættum á þann völl sem kveðið er á um að leikurinn skuli spilaður á í dómi KSÍ.“

Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, sagði þá í samtali við RÚV að fundað yrði um málið á morgun og verður ákvörðun tekin um framhaldið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndina: Heimir er mættur til Katar – Er að taka við liði

Sjáðu myndina: Heimir er mættur til Katar – Er að taka við liði
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur nálægt því að komast til Manchester – Tók heimskulega ákvörðun

Þorvaldur nálægt því að komast til Manchester – Tók heimskulega ákvörðun
433Sport
Fyrir 3 dögum

Chelsea fyrsta liðið til að sigra Manchester City – Liverpool á toppnum

Chelsea fyrsta liðið til að sigra Manchester City – Liverpool á toppnum
433Sport
Fyrir 3 dögum

Manchester United skoraði fjögur – Torreira hetjan á Emirates

Manchester United skoraði fjögur – Torreira hetjan á Emirates