fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Mikil reiði í bæjarmálunum í Hafnarfirði – ,,Greiðir summ­una sam­dæg­urs til FH, án þess að fyrir liggi hvað er í raun verið að fjár­magna“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. september 2018 10:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaug Kristjánsdóttir, bæj­ar­full­trúi í Hafnarfirði er afar ósátt með það hvernig bæjarstjórnin hefur gengið fram í máli FH Og knattspyrnuhús sem félagið mun brátt byggja. Hún skrifaði pistil um málið á Kjarnanum.

Hafnarfjarðarbær hefur ákveðið að leggja til umtalsvert fjármagn svo að FH geti byggt knattspyrnuhús í fullri stærð. Tímabært að margra mati en minnihlutinn er ósáttur með hvernig farið var að málinu.

Til að FH gæti fjármagnað verkefnið þá ákvað bærinn að kaupa íþróttahúsið, og tvö lítil knattspyrnuhús af félaginu.

Kaupverðið á húsunum þremur samkvæmt Guðlaugu var 790 milljónir króna.

,,Hvar og hvenær ger­ist það – og í hvers konar neyð – að sveit­ar­fé­lag stofnar starfs­hóp, hóp­ur­inn fundar strax sama dag, sam­þykkir útgjöld fram­hjá fjár­hags­á­ætlun upp á 100 millj­ónir og bæj­ar­stjóri greiðir summ­una sam­dæg­urs, án þess að fyrir liggi hvað er í raun verið að fjár­magna?,“ skrifar Guðlaug í Kjarnann.

Það sem minnihlutinn í bænum virðist hvað mest ósáttur við er að bærinn lagði strax út 100 milljónir, án þess að fundargerð væri til um slíkt. Mikil læti hafa verið vegna málsins.

Úr pistli Guðlaugar:
Má Hafn­ar­fjörður kaupa 92 milljón króna hús­eign af sjálfum sér á hálfan millj­arð?
Ég leyfi mér að full­yrða að kaup­verð hús­anna þriggja sem um ræðir (íþrótta­húss­ins Kaplakrika, Risa og Dvergs) getur aldrei orðið 790 millj­ón­ir. Í fyrsta lagi á Hafn­ar­fjörður það fyrst­nefnda nú þegar að 80% hluta, sem skráður er á 92 millj­ónir í bókum bæj­ar­ins. Að vísu hafði bæj­ar­stjórnin sem sat árið 1989 ákveðið að gefa FH þennan hluta frá og með árinu 2005 að telja. Sá gjafagjörn­ingur hefur hins vegar ekki verið fulln­u­staður enn og reyndar leikur veru­legur vafi á því að slík ráð­stöfun með almannafé eigi rétt á sér, þ.e. að gefa hús­eign án kvaða. Það vekur því furðu mína að bæj­ar­stjóri og meiri­hluti bæj­ar­stjórnar skuli nú ætla að fylgja nærri 30 ára sam­þykkt eftir án frek­ari laga­legrar rýni. Því sú er nefni­lega ætl­un­in; að byrja á því að gefa eign­ar­hlut­ann fyrir 92 millj­ónir sem þar með gjald­fær­ast í bókum bæj­ar­ins og kaupa hann svo aft­ur, á mun hærra verði, jafn­vel hálfan milljarð.

Kaup­verð hinna hús­anna tveggja er einnig mjög á reiki, sem og ástæðan fyrir því hvers vegna bær­inn ætti yfir höfuð að vilja eign­ast þau. Bygg­ing­ar­verð þeirra var fram­reiknað árið 2017 af end­ur­skoð­anda bæj­ar­ins í sam­vinnu við FH og var þá alls áætlað um 390 millj­ón­ir.

Meiri­hluti bæj­ar­stjórnar og bæj­ar­stjóri eiga því enn eftir því að svara hvernig þau reikna það út að húsin þrjú (sem bær­inn á þegar að stóru leyti) geti kostað sléttar 790 millj­ón­ir. Eina sýni­lega nálg­unin við þá tölu eftir það sem fram hefur komið í gagna­leit­inni er kostn­að­ar­á­ætlun FH fyrir nýja hús­ið, upp á 789.688.500 krón­ur.

Fram hefur komið að ástands- eða verð­möt liggja ekki fyr­ir, fyrir utan stakt verð­mat á íþrótta­hús­inu.

Pistill hennar er í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls