fbpx
Mánudagur 10.desember 2018
433Sport

FH-ingar svara fyrir sig og saka Guðlaugu um lygar – ,,Hið rétta er að allar skuldir félagsins eru í skilum“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. september 2018 11:45

Við greindum frá því fyrr í dag að Guðlaug Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfjarðbæ hefði skrifað harðorðann pistil í garð bæjarstjórnar og FH.

Þar fór Guðlaug yfir víðan völl en samkvæmt FH-ingum fer hún með rangt mál að mjög miklu leyti.

Hafnarfjarðarbær hefur ákveðið að leggja til umtalsvert fjármagn svo að FH geti byggt knattspyrnuhús í fullri stærð.

Meira:
Mikil reiði í bæjarmálunum í Hafnarfirði – ,,Greiðir summ­una sam­dæg­urs til FH, án þess að fyrir liggi hvað er í raun verið að fjár­magna“

Til að FH gæti fjármagnað verkefnið þá ákvað bærinn að kaupa íþróttahúsið, og tvö lítil knattspyrnuhús af félaginu.

Hlynur Sigurðsson, varaformaður FH og Valdimar Svavarsson, varaformaður knd FH hafa svarað henni í ítarlegum pistli.

,,Ítrekað hefur verið gefið í skyn að fjárhagsstaða FH sé slæm, illa sé farið með fé og félagið geti ekki tekið að sér framkvæmdina. Hið rétta er að eigið fé FH er um1100 milljónir, félagið er í skilum og hefur verið í skilum með sínar skuldbindingar. Allar framkvæmdir sem félagið hefur sinnt, eins og bygging eldri knatthúsa og flýtisamninga við bæinn hafa verið á áætlun og kláraðir,“ skrifa þeir félagar í grein sinni.

Greinin fer um víðan völl þar sem þeir félagar telja upp staðreyndir sem passa ekki við mál hennar.

,,Í viðtali á Bylgjunni fullyrti Guðlaug Kristjánsdóttir að FH hafi fengið 48 milljónir í mannvirkjastyrk frá KSÍ. Hið rétta er að FH hefur sótt um styrk að upphæð 15 milljónir króna sem er hámarksstyrkur frá KSÍ vegna einstaks verkefnis en ekki fengið krónu greidda þar sem ekkert hús hefur enn risið.“

,,Í grein á Kjarnanum fullyrðir Guðlaug að skuldir FH séu það miklar að félagið ráði ekki við þær og ætli að greiða þær niður með leigusamningi við bæinn. Hið rétta er að allar skuldir félagsins eru í skilum. Skuldir vegna byggingar Risans og Dvergsins hafa farið lækkandi á síðustu árum. Kaplakrikahópurinn er samstarfsvettvangur bæjarins og FH og mun hann koma með tillögu að rekstrar og/eða leigusamningi vegna knatthúsanna.“

Pistil þeirra má lesa í heild hérna.

Íslenski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Jólabækur Drápu
433Sport
Í gær

Sjáðu atvikið: Salah hafnaði verðlaunum Sky Sports – Liðsfélaginn átti þau skilið

Sjáðu atvikið: Salah hafnaði verðlaunum Sky Sports – Liðsfélaginn átti þau skilið
433Sport
Í gær

Þorvaldur spilaði með Roy Keane: Hann var illa nærður og horaður Íri sem reif kjaft

Þorvaldur spilaði með Roy Keane: Hann var illa nærður og horaður Íri sem reif kjaft
433Sport
Fyrir 2 dögum

Heimir búinn að finna sér lið?

Heimir búinn að finna sér lið?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur vann með fyrrum hetju United: ,,Hann var ekki slæmur maður en ekkert rosalega góður þjálfari“

Þorvaldur vann með fyrrum hetju United: ,,Hann var ekki slæmur maður en ekkert rosalega góður þjálfari“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Stjörnur Arsenal í vandræðum: Fóru út á lífið og fengu sér „hippy crack“

Stjörnur Arsenal í vandræðum: Fóru út á lífið og fengu sér „hippy crack“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Einn frægasti maður Englands bað Þorvald um að baða sig á sögufrægum slóðum: ,,Ég endað með því að sápa á honum bakið“

Einn frægasti maður Englands bað Þorvald um að baða sig á sögufrægum slóðum: ,,Ég endað með því að sápa á honum bakið“