fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
433Sport

Rúnar: Ég verð áfram þjálfari KR, ekkert vesen

Victor Pálsson
Sunnudaginn 16. september 2018 16:24

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður með sína menn í dag eftir 3-1 sigur á Keflavík í mikilvægum leik en KR berst um Evrópusæti.

,,Við vorum hægir í byrjun og vorum ekki að spila nógu hratt. Keflvíkingar vörðust mjög vel og voru mjög skipulagðir. Það var erfitt að finna glufur á þeirra varnarleik,“ sagði Rúnar.

,,Við lendum svo 1-0 undir en Pálmi skorar gull af marki og kemur okkur strax inn í leikinn. Það var gott að við jöfnuðum strax og það gaf mönnum meiri trú.“

,,Þetta er skyldusigur fyrir KR segja allir, við erum í Pepsi-deildinni og það er ekki hægt að tala um skyldusigra en það er auðvelt fyrir þá sem eru ekki inni á vellinum.“

,,Við verðum að halda fókus, FH getur unnið báða leikina sína og við getum tapað báðum þannig það er nóg eftir. Tvö stig er ekki mikið í fótbolta.“

,,Ég verð þjálfari KR áfram, ekkert vesen,“ bætti Rúnar við er hann var spurður út í eigin framtíð.

Nánar er rætt við hann hér fyrir neðan.

Íslenski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Snarlúkkar þessi kerra!
433Sport
Í gær

Lineker vill breyta leikreglunum: Hver er tilgangurinn með þessu?

Lineker vill breyta leikreglunum: Hver er tilgangurinn með þessu?
433Sport
Í gær

Arnór og Hörður á meðal þeirra bestu í Evrópu – Magnað afrek í gær

Arnór og Hörður á meðal þeirra bestu í Evrópu – Magnað afrek í gær
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjölskylda Arnórs var mætt á sögufrægar slóðir þegar Íslendingurinn varð heimsfrægur

Fjölskylda Arnórs var mætt á sögufrægar slóðir þegar Íslendingurinn varð heimsfrægur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Íslendingarnir eru að valta yfir Real Madrid – Sjáðu frábært mark Arnórs

Íslendingarnir eru að valta yfir Real Madrid – Sjáðu frábært mark Arnórs
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dóttir Maradona fær að heyra það – Svarar með því að sýna á sér rassinn

Dóttir Maradona fær að heyra það – Svarar með því að sýna á sér rassinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Patrick Pedersen líklega að fara frá Val: Í læknisskoðun í Moldavíu – Óttar Magnús æfir með Val

Patrick Pedersen líklega að fara frá Val: Í læknisskoðun í Moldavíu – Óttar Magnús æfir með Val
433Sport
Fyrir 3 dögum

Salah kom Liverpool í 16-liða úrslit – Tottenham gat treyst á Inter og fer áfram

Salah kom Liverpool í 16-liða úrslit – Tottenham gat treyst á Inter og fer áfram
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndirnar: Átti Van Dijk að fá beint rautt?

Sjáðu myndirnar: Átti Van Dijk að fá beint rautt?