fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
433Sport

Leikur Hugins og Völsungs verður spilaður aftur – Eiga aftur möguleika á að komast upp

Victor Pálsson
Sunnudaginn 16. september 2018 17:10

KSÍ hefur staðfest það að leikur Völsungs og Hugins í 2.deild karla verði spilaður aftur og er leikur liðanna þann 17. ágúst gerður ógildur.

Huginn hafði betur er liðin áttust við þann 17. ágúst en Völsungur er nú fimm stigum frá Gróttu sem situr í öðru sæti deildarinnar þegar einn leikur er eftir.

Helgi Ólafsson, dómari í umræddum leik gerði sig sekan um slæm mistök er hann rak Freyþór Hrafn Harðarson af velli.

Helgi ruglaðist á leikmönnum en hann taldi að Freyþór hafði áður fengið gult spjald í leiknum en svo var ekki.

Aðstoðarmenn Helga reyndu að fá hann til að leiðrétta þessi mistök en hann hlustaði ekki.

Huginn vann þann leik 2-1 en Völsungur fær nú tækifæri á að komast í 40 stig og á möguleika á að komast upp um deild fyrir lokaumferðina. Liðið er fimm stigum frá efstu tveimur liðunum og á nú einn leik til góða.

Leikurinn fer fram á Seyðisfjarðarvelli en úrslitin skipta engu máli fyrir Huginn sem er fallið úr deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndina: Heimir er mættur til Katar – Er að taka við liði

Sjáðu myndina: Heimir er mættur til Katar – Er að taka við liði
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur nálægt því að komast til Manchester – Tók heimskulega ákvörðun

Þorvaldur nálægt því að komast til Manchester – Tók heimskulega ákvörðun
433Sport
Fyrir 3 dögum

Chelsea fyrsta liðið til að sigra Manchester City – Liverpool á toppnum

Chelsea fyrsta liðið til að sigra Manchester City – Liverpool á toppnum
433Sport
Fyrir 3 dögum

Manchester United skoraði fjögur – Torreira hetjan á Emirates

Manchester United skoraði fjögur – Torreira hetjan á Emirates