fbpx
433Sport

Kristján um rifrildi við Sindra: Ég og fyrirliðinn verðum að geta tjáð okkur

Victor Pálsson
Sunnudaginn 16. september 2018 19:01

Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var súr í leikslok í kvöld eftir 5-1 tap liðsins gegn Íslandsmeisturum Vals.

ÍBV var með 1-0 forystu eftir fyrri hálfleikinn en liðið brotnaði í þeim síðari og fékk á sig fimm mörk.

,,Ég er ánægður með fyrri hálfleikinn, við spiluðum akkúrat eins og við vildum og við nálgumst Val öðruvísi en áður. Við héldum boltanum, pressuðum á þá og skoruðum fallegt mark,“ sagði Kristján við Stöð 2 Sport.

,,Þeir settu í gírinn í seinni hálfleik og við náðum ekki að stoppa þá. Eftir 1-1 markið gáfust menn bara upp og hættu að trúa því að það væri hægt að vinna.“

Kristján ræddi svo um atvik sem kom upp í leiknum er hann virtist öskra á fyrirliða sinn, Sindra Snæ Magnússon eftir að hann var tekinn af velli.

,,Við verðum að fá að tjá tilfinningar okkar. Það voru hlutir sem ég taldi að hann hefði getað gert betur eða á annan hátt. Við getum ekki sætt okkur við þessa frammistöðu. Ég og fyrirliðinn verðum að geta tjáð okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarna Sviss þurfti að verja sig gegn Rúnari Má – Veit ekki hver hann er

Stjarna Sviss þurfti að verja sig gegn Rúnari Má – Veit ekki hver hann er
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gylfa hrósað í hástert: Í öðru sæti yfir þá sem hafa bætt sig mest – ,,Everton fær mikið fyrir peninginn“

Gylfa hrósað í hástert: Í öðru sæti yfir þá sem hafa bætt sig mest – ,,Everton fær mikið fyrir peninginn“
433Sport
Fyrir 5 dögum

Raggi Sig: Megum vera pirraðir en það er margt jákvætt í þessu

Raggi Sig: Megum vera pirraðir en það er margt jákvætt í þessu
433Sport
Fyrir 5 dögum

Það sem þjóðin hafði að segja um leikinn gegn Sviss – ,,Ef einhver á skilið að falla þá er það þetta sænska rusl“

Það sem þjóðin hafði að segja um leikinn gegn Sviss – ,,Ef einhver á skilið að falla þá er það þetta sænska rusl“