fbpx
433Sport

Albert maður leiksins – Jón Dagur lagði upp

Victor Pálsson
Sunnudaginn 16. september 2018 13:05

Albert Guðmundsson var valinn maður leiksins í dag er lið AZ Alkmaar mætti Feyenoord í hollensku úrvalsdeildinni.

Albert skoraði sitt fyrsta mark fyrir AZ í dag en hann kom liðinu yfir snemma leiks eða á fimmtu mínútu.

Því miður dugði mark Alberts ekki til en Steven Berghuis jafnaði síðar fyrir Feyenoord og tryggði liðinu stig.

AZ situr í fjórða sæti deildarinnar eftir jafnteflið en liðið er með átta stig eftir fimm umferðir.

Á sama tíma lagði Jón Dagur Þorsteinsson upp mark fyrir lið Vendsyssel í Danmörku sem mætti Hobro.

Jón Dagur lagði upp eina mark Vendsyssel í fyrri hálfleik í 1-1 jafntefli og spilaði alls 83 mínútur í leiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarna Sviss þurfti að verja sig gegn Rúnari Má – Veit ekki hver hann er

Stjarna Sviss þurfti að verja sig gegn Rúnari Má – Veit ekki hver hann er
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gylfa hrósað í hástert: Í öðru sæti yfir þá sem hafa bætt sig mest – ,,Everton fær mikið fyrir peninginn“

Gylfa hrósað í hástert: Í öðru sæti yfir þá sem hafa bætt sig mest – ,,Everton fær mikið fyrir peninginn“
433Sport
Fyrir 5 dögum

Raggi Sig: Megum vera pirraðir en það er margt jákvætt í þessu

Raggi Sig: Megum vera pirraðir en það er margt jákvætt í þessu
433Sport
Fyrir 5 dögum

Það sem þjóðin hafði að segja um leikinn gegn Sviss – ,,Ef einhver á skilið að falla þá er það þetta sænska rusl“

Það sem þjóðin hafði að segja um leikinn gegn Sviss – ,,Ef einhver á skilið að falla þá er það þetta sænska rusl“