fbpx
433Sport

Síðast þegar Stjarnan og Breiðablik komust í úrslit bikarsins

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. september 2018 13:43

Það fer fram stórleikur hér á landi í dag er Stjarnan og Breiðablik eigast við í Mjólkurbikar karla.

Um er að ræða úrslitaleikinn sjálfan sem fer fram á Laugardalsvelli klukkan 19:15 í kvöld.

Blikar unnu Víking Ólafsvík í undanúrslitum eftir vítakeppni og Stjarnan hafði betur gegn FH, 2-0.

Það er áhugavert að skoða hvenær þessi lið spiluðu síðast í úrslitum en Breiðablik fagnaði sigri í keppninni árið 2009.

Þá hafði liðið betur gegn Fram eftir vítakeppni og er liðið að komast í úrslit í fyrstas sinn í heil níu ár.

Stjarnan lék bæði til úrslita árið 2012 og 2013 en þurfti að sætta sig við tap gegn KR og svo Fram ári síðar.

Stjarnan hefur aldrei fagnað sigri í keppninni sem hófst árið 1960 en Blikar hafa unnið dolluna einu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Plús og mínus – ,,Hvar var þetta lið fyrstu 80 mínúturnar?“

Plús og mínus – ,,Hvar var þetta lið fyrstu 80 mínúturnar?“
433Sport
Í gær

Einkunnir eftir naumt tap gegn Sviss – Alfreð bestur

Einkunnir eftir naumt tap gegn Sviss – Alfreð bestur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Neitaði að spila sinn fyrsta landsleik í dag – Lofuðu að bróðir hans yrði í landsliðinu

Neitaði að spila sinn fyrsta landsleik í dag – Lofuðu að bróðir hans yrði í landsliðinu
433Sport
Fyrir 2 dögum

‘Sjálfselskur’ Koscielny vildi sjá Frakkland tapa á HM – ,,Þetta var ánægjulegt en líka viðbjóðslegt“

‘Sjálfselskur’ Koscielny vildi sjá Frakkland tapa á HM – ,,Þetta var ánægjulegt en líka viðbjóðslegt“