fbpx
433Sport

Fyrrum framherji Englands sá versti sem hann spilaði með – ,,Vildi ekki vera nálægt honum“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 13. september 2018 22:00

Jon Parkin er nafn sem einhverjir kannast við en hann hefur lengi spilað fyrir minni lið á Englandi.

Parkin er 36 ára gamall í dag og hefur leikið fyrir lið á borð við Hull, Stoke, Cardiff, Preston og Huddersfield.

Parkin leikur í dag fyrir lið York City í utandeildinni og hefur skorað 35 mörk í 55 leikjum þar.

Parkin fór yfir ferilinn í viðtali á dögunum og talaði á meðal annars um versta leikmann sem hann hefur spilað með.

Það er framherjinn Jay Bothroyd sem er uppalinn hjá Arsenal og lék með Parkin hjá Cardiff árið 2011.

Bothroyd á að baki einn enskan landsleik sem hann spilaði árið 2010. Hann hefur verið hjá liðum á borð við Coventry, Wolves, Charlton, Cardiff og QPR á ferlinum.

,,Ég meina.. Jay Bothroyd hjá Cardiff – Vá! Hann er einn sá versti sem ég hef nokkurn tímann séð,“ sagði Parkin.

,,Þetta var komið á þann stað ég mig langaði ekki að vera nálægt honum.“

,,Það var ekki langt síðan hann spilaði fyrir landsliðið og ég held að það hafi gert hann að verri leikmanni.“

,,Hann var slæmur áður en þetta gerði hann svo sannarlega að verri framherja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu Siggu Kling fækka fötum

Sjáðu Siggu Kling fækka fötum
433Sport
Fyrir 3 dögum

Átti að verða næsta stórstjarna – Eiturlyf léku hann grátt og hann ætlaði að drepa sig

Átti að verða næsta stórstjarna – Eiturlyf léku hann grátt og hann ætlaði að drepa sig
433Sport
Fyrir 3 dögum

Þjálfari Hugins tjáir sig um vallarmálið: Við mættum á réttan völl – Eiga jafn mikið skilið að fá dæmdan sigur

Þjálfari Hugins tjáir sig um vallarmálið: Við mættum á réttan völl – Eiga jafn mikið skilið að fá dæmdan sigur
433Sport
Fyrir 3 dögum

,,Dæma þetta Hugins rusl í 10 ára bann frá KSÍ“

,,Dæma þetta Hugins rusl í 10 ára bann frá KSÍ“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Fer Skagamaðurinn í sögubækurnar í kvöld?

Fer Skagamaðurinn í sögubækurnar í kvöld?
433Sport
Fyrir 4 dögum

Úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni: Firmino hetja Liverpool í uppbótartíma

Úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni: Firmino hetja Liverpool í uppbótartíma