fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
433Sport

Fyrrum framherji Chelsea bálreiður og hraunar yfir konur – ,,Við getum ekki fætt barn og þið getið ekki spilað fótbolta“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 13. september 2018 21:06

Leon Knight, fyrrum framherji Chelsea, hefur komið sér í fréttirnar eftir margar Twitter færslur sem hann birti í gær

Knight tjáði sig eftir innkomu Alex Scott, fyrrum varnarmanns enska kvennalandsliðsins og Arsenal, á Sky Sports.

Scott var í settinu hjá Sky ásamt Jamie Redknapp og Jamie Carragher eftir 1-0 sigur Englands á Sviss í vináttuleik.

Knight er orðinn mjög þreyttur á að sjá konur fjalla um fótbolta í sjónvarpinu og er kominn með nóg. Hann tók reiði sína út á Twitter.

Knight er í dag 35 ára gamall en hann er uppalinn hjá Chelsea og kom við sögu í Evrópuleik hjá félaginu.

Hann fékk þó fá tækifæri og spilaði síðar á ferlinum með liðum eins og Brighton, Swansea, Queens Park Rangers og Huddersfield.

,,Þetta gæti verið óvinsæl skoðun en ég þarf að segja svolítið og mér gæti ekki verið meira alvara,“ skrifaði Knight á meðal annars.

,,Ég vil ekki sjá aðra konu tala um fótbolta í smáatriðum á Sky Sports eða BT Sport. Farið til fjandans!“

,,Ég meina það, farið til fjandans. Vitið þið hvað það eru margir fótboltamenn sem eru atvinnulausir og gætu tjáð sig almennilega um það sem er í gangi. Þeir eru með þessa helvítis stelpu talandi um fótbolta.“

,,Sjáið mennina í settinu þegar þessar stelpur byrja að tala. Horfiði á svipbrigðin. Þetta er gert til að blekkja. Þetta jafnréttisbull þarf að hætta, við erum ekki nálægt því að vera jöfn. Við getum ekki fætt barn og þið getið ekki talað um eða spilað fótbolta.“

,,Leyfið þeim að lýsa og tjá sig um eigin leik. Það eru nógu margar konur sem spila fótbolta í dag til að fjalla um og við þurfum ekki á þeim að halda. Þetta er vandræðalegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sveppi gerði sér ekki grein að svona væri litið á Eið Smára: ,,Mér finnst hann bara vera rasshaus“

Sveppi gerði sér ekki grein að svona væri litið á Eið Smára: ,,Mér finnst hann bara vera rasshaus“
433Sport
Í gær

Hólmar nálægt því að spila í einni bestu deild heims: Eftir að það gekk ekki upp var ég pínu fúll

Hólmar nálægt því að spila í einni bestu deild heims: Eftir að það gekk ekki upp var ég pínu fúll
433Sport
Í gær

Sjáðu markið: Gylfi lagaði stöðuna með laglegu skoti

Sjáðu markið: Gylfi lagaði stöðuna með laglegu skoti
433Sport
Í gær

Liverpool fékk þrjú mörk á sig en tókst að vinna – Gylfi á skotskónum

Liverpool fékk þrjú mörk á sig en tókst að vinna – Gylfi á skotskónum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pissaði næstum í sig á bekknum hjá Arsenal: Ég var svo stressaður

Pissaði næstum í sig á bekknum hjá Arsenal: Ég var svo stressaður
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hólmar var spenntur en svo áttaði hann sig á hlutunum: ‘Heyrðu shit, ég er bara kominn hingað til að vera“

Hólmar var spenntur en svo áttaði hann sig á hlutunum: ‘Heyrðu shit, ég er bara kominn hingað til að vera“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Draumaliðið frá ferli Mourinho: Sex koma frá Chelsea tímanum

Draumaliðið frá ferli Mourinho: Sex koma frá Chelsea tímanum
433Sport
Fyrir 2 dögum

104 ára glerharður stuðningsmaður Liverpool fékk bréf frá Klopp: ,,Ég er í skýjunum“

104 ára glerharður stuðningsmaður Liverpool fékk bréf frá Klopp: ,,Ég er í skýjunum“