fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Markvörður Slóvaka tryggði liðinu sigur gegn Íslandi

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 11. september 2018 17:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland 2-3 Slóvakía
1-0 Albert Guðmundsson (33’)
1-1 Laszlo Benes (58’)
1-2 Tomas Vestenicky (89’)
2-2 Albert Guðmundsson (víti, 92)
2-3 Marek Rodak (94’)

Íslenska U21 landsliðið tapaði gegn Slóvakíu á ótrúlegan hátt í dag en liðin áttust við á KR-velli.

Um var að ræða leik í undankeppni EM en vonir Íslands um að komast í lokakeppnina eru nú orðnar að engu.

Ísland komst yfir í leiknum í dag á 33. mínútu leiksins er Albert Guðmundsson kom boltanum í netið.

Slóvakía jafnaði metin á 58. mínútu og komst svo yfir þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma.

Ísland fékk svo vítaspyrnu á 92. mínútu í uppbótartíma og úr spyrnunni skoraði Albert sitt annað mark og útlit fyrir að jafntefli yrði niðurstaðan.

Á lokasekúndum leiksins tryggði hins vegar Marek Rodak þeim slóvensku sigur eftir hornspyrnu.

Rodak er markvörður Slóvakíu og skoraði sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu. Ótrúlegt tap hjá íslenska liðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Af hverju var Glazer að funda með þessum manni í London í gær?

Af hverju var Glazer að funda með þessum manni í London í gær?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Atvik í Fossvogi sem sást í beinni útsendingu vakti furðu – Rikka G fannst þetta mjög skrýtið

Atvik í Fossvogi sem sást í beinni útsendingu vakti furðu – Rikka G fannst þetta mjög skrýtið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sancho þénaði sturlaðar upphæðir utan vallar á síðustu leiktíð

Sancho þénaði sturlaðar upphæðir utan vallar á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Glugganum skellt í lás á miðvikudagskvöld

Glugganum skellt í lás á miðvikudagskvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Munu setja sig í samband við De Bruyne á ný

Munu setja sig í samband við De Bruyne á ný
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfest hvenær bikarúrslitaleikurinn milli City og United fer fram og ekki eru allir sáttir – Þetta er ástæðan fyrir leiktímanum

Staðfest hvenær bikarúrslitaleikurinn milli City og United fer fram og ekki eru allir sáttir – Þetta er ástæðan fyrir leiktímanum
Sport
Í gær

Vatn á myllu Arsenal fyrir stórleikinn á morgun

Vatn á myllu Arsenal fyrir stórleikinn á morgun