fbpx
433Sport

Guðni útskýrir ráðningu Hamren – Bendir á mjög góða tölfræði

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 14:36

Ljósmynd: DV/Hanna

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fór nánar út í ráðningu sambandsins á Erik Hamren á blaðamannafundi í dag.

Hamren hefur gert tveggja ára samning við KSÍ og mun hann taka við karlalandsliðinu af Heimi Hallgrímssyni.

Guðni segir að ráðningin sé sú rétta í stöðunni og bendir á meðal annars á gott sigurhlutfall Hamren með sænska landsliðið þar sem hann var í sjö ár.

,,Nú þurfum við að horfa til framtíðar, við erum ánægðir með þá niðurstöðu að hafa fengið Erik til liðs við okkur sem hefur unnið fjölmarga titla í þremur þjóðlöndum,“ sagði Guðni.

,,Hann var landsliðsþjálfari Svía í sjö ár og fór með liðið á tvö stórmót og í eitt umspil og við teljum að ráðning Erik sé rökrétt framhald á því sem við erum öll að stefna að.“

,,Við viljum viðhalda þessum frábæra árangri okkar undanfarin ár með karlalandsliðið og ætlum okkur að gera vel.“

,,Það er merkileg tölfræði að á þessum sjö árum er hann með 54 prósent vinningshlutfall með sænska landsliðið og það er með því betra sem þekkist.“

,,Það sýnir að við erum að fá frábæran þjálfara til liðs við okkur og ætlum okkur að leggja áhærslu á að halda í þesi gildi með að viðhalda þessum árangri sem við stefnum að.“

,,Við viljum halda í þessi gildi svo að liðið haldi áfram að blómstra og þessi reynsla Erik sem þjálfari og árangri með sænska landsliðið er mjög mikilvæg á þessum tímamótum.

,,Hann brennur í skinninu að taka við og hlakkar til að takast á við þetta verkefni sem er mikil áskorun. Það er erfitt að fylgja í þessi fótspor, þessi árangur hefur verið stórgóður en við ætlum að halda áfram á þessari vegferð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sjáðu hvað stjörnur Frakklands gerðu eftir jafntefli við Ísland

Sjáðu hvað stjörnur Frakklands gerðu eftir jafntefli við Ísland
433Sport
Fyrir 2 dögum

Notaði furðulega aðferð til að reyna að komast inn á völlinn – Var rekinn burt

Notaði furðulega aðferð til að reyna að komast inn á völlinn – Var rekinn burt
433Sport
Fyrir 3 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja eftir svekkjandi jafntefli gegn Frakklandi – ,,Gylfi og Jói B fara út og botninn með“

Þetta hafði þjóðin að segja eftir svekkjandi jafntefli gegn Frakklandi – ,,Gylfi og Jói B fara út og botninn með“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndirnar: Slagsmál brutust út í leik Íslands og Frakklands – Jóhann Berg dreginn í burtu

Sjáðu myndirnar: Slagsmál brutust út í leik Íslands og Frakklands – Jóhann Berg dreginn í burtu
433Sport
Fyrir 4 dögum

Íslendingur heppinn að vera á lífi eftir hræðilegt slys í Frakklandi – ,,Hljóð sem koma úr deyjandi manneskju“

Íslendingur heppinn að vera á lífi eftir hræðilegt slys í Frakklandi – ,,Hljóð sem koma úr deyjandi manneskju“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Zlatan útskýrir hvað gerir Mourinho svona sérstakan

Zlatan útskýrir hvað gerir Mourinho svona sérstakan