fbpx
Miðvikudagur 12.desember 2018
433Sport

Guðni útskýrir ráðningu Hamren – Bendir á mjög góða tölfræði

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 14:36

Ljósmynd: DV/Hanna

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fór nánar út í ráðningu sambandsins á Erik Hamren á blaðamannafundi í dag.

Hamren hefur gert tveggja ára samning við KSÍ og mun hann taka við karlalandsliðinu af Heimi Hallgrímssyni.

Guðni segir að ráðningin sé sú rétta í stöðunni og bendir á meðal annars á gott sigurhlutfall Hamren með sænska landsliðið þar sem hann var í sjö ár.

,,Nú þurfum við að horfa til framtíðar, við erum ánægðir með þá niðurstöðu að hafa fengið Erik til liðs við okkur sem hefur unnið fjölmarga titla í þremur þjóðlöndum,“ sagði Guðni.

,,Hann var landsliðsþjálfari Svía í sjö ár og fór með liðið á tvö stórmót og í eitt umspil og við teljum að ráðning Erik sé rökrétt framhald á því sem við erum öll að stefna að.“

,,Við viljum viðhalda þessum frábæra árangri okkar undanfarin ár með karlalandsliðið og ætlum okkur að gera vel.“

,,Það er merkileg tölfræði að á þessum sjö árum er hann með 54 prósent vinningshlutfall með sænska landsliðið og það er með því betra sem þekkist.“

,,Það sýnir að við erum að fá frábæran þjálfara til liðs við okkur og ætlum okkur að leggja áhærslu á að halda í þesi gildi með að viðhalda þessum árangri sem við stefnum að.“

,,Við viljum halda í þessi gildi svo að liðið haldi áfram að blómstra og þessi reynsla Erik sem þjálfari og árangri með sænska landsliðið er mjög mikilvæg á þessum tímamótum.

,,Hann brennur í skinninu að taka við og hlakkar til að takast á við þetta verkefni sem er mikil áskorun. Það er erfitt að fylgja í þessi fótspor, þessi árangur hefur verið stórgóður en við ætlum að halda áfram á þessari vegferð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kostuleg mismæli íslenskra íþróttafréttamanna: ,,Þetta er kókópöffskynslóðin, hún hefur ekki stigið hendi í kalt vatn“

Kostuleg mismæli íslenskra íþróttafréttamanna: ,,Þetta er kókópöffskynslóðin, hún hefur ekki stigið hendi í kalt vatn“
433Sport
Í gær

Fjölmiðlar í Katar fara með rangt mál: ,,Heimir hætti með íslenska landsliðið til að vinna sem tannlæknir“

Fjölmiðlar í Katar fara með rangt mál: ,,Heimir hætti með íslenska landsliðið til að vinna sem tannlæknir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær milljónir fyrir að spila fótbolta en er ótrúlegur í tölvuleikjum – Sigraði atvinnumann

Fær milljónir fyrir að spila fótbolta en er ótrúlegur í tölvuleikjum – Sigraði atvinnumann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fékk óvænt að sjá á bakvið tjöldin hjá BT Sport – Ferdinand og Cole töluðu ekki vel um Walker

Fékk óvænt að sjá á bakvið tjöldin hjá BT Sport – Ferdinand og Cole töluðu ekki vel um Walker
433Sport
Fyrir 3 dögum

Þurfti að ferðast 450 kílómetra á dag: Erfiðasta ár sem ég hef upplifað

Þurfti að ferðast 450 kílómetra á dag: Erfiðasta ár sem ég hef upplifað
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndirnar: Leikmanni Arsenal kennt um hræðilegt bílslys – ,,Hann stóð bara þarna og horfði á símann sinn“

Sjáðu myndirnar: Leikmanni Arsenal kennt um hræðilegt bílslys – ,,Hann stóð bara þarna og horfði á símann sinn“